Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvernig munu matvæli framtíðarinnar líta út? – „Prufaðu æðislega pöddu samloku“
Nú í sumar efndi verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára. Viðfangsefnið var matur framtíðarinnar og sendu nemendur inn sína myndrænu útfærslu á því hvernig þeir sæju fyrir sér mat framtíðarinnar.
Alls bárust yfir 50 stórglæsilegar myndir í keppnina frá grunnskólum víðsvegar að af landinu. Myndirnar voru hengdar upp innan veggja Matís og gáfust starfsfólki og gestum færi á að kjósa sína uppáhalds mynd.
Þrjár myndir báru sigur úr bítum og var til mikils að vinna.
Í fyrstu verðlaun var Nintendo Switch Light tölva, í önnur verðlaun var 15 þúsund kr. gjafabréf í Smáralind og í þriðju verðlaun var 10 þúsund kr. gjafabréf í Spilavini.
Hér má sjá þrjú efstu sætin í myndasamkeppninni:
Sigurmyndin hefur verið send til Þýskalands þar sem hún verður sýnd á lokaráðstefnu verkefnisins NextGenProteins, ásamt sigurmyndum annarra þjóða sem taka þátt í verkefninu.
Myndir: matis.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana