Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Styrmir: „Á fullum launum í hálft ár á 3ja stjörnu Michelin stað“
Hver er maðurinn, hefur hafið göngu sína aftur. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum.
Við fengum Styrmir Bjarka til að svara nokkrum spurningum:
Fullt nafn?
Styrmir Bjarki Smárason
Fæðingardagur og ár?
29. Nóvember 1990
Áhugamál:
Eins og er þá skotfimi, þó maður nái ekkert að sinna því.
Maki og Börn?
Það er allt í vinnslu.
Hvar lærðir þú?
Á Grillmarkaðnum & Sjávargrillinu. Framreiðslumaður.
Núverandi starf:
Fiskmarkaðurinn
Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn?
Á Íslandi er mjög erfitt að gera upp á milli, það fer mikið eftir því hverju ég leita eftir. Það er helling um að velja. Ég vel Mandy.
Hvert er þitt mesta afrek í bransanum?
Að fá vinnu á fullum launum í hálft ár á Maaemo, 3ja stjörnu Michelin stað.
Getur þú nefnt dæmi um atriði sem eru frábrugðin í þjónustu á svona 3ja stjörnu Michelin stað miðað við hefðbundinn veitingastað?
Ef viðskiptavinur fór á snyrtinguna, þá þurfti alltaf að fylgja honum að dyrum. Á meðan honum var fylgt, fór annar þjónn og lagaði stólinn hjá þeim aðila og braut taustykkið á ákveðinn hátt og raðaði öllu vel upp a borðinu hjá viðkomandi. Ef það voru tveir aðilar við borðið og hinn var ekki í símanum þá átti að halda þeim aðila félagsskap á meðan.
Þegar gesturinn kom af salerninu (þú heyrðir aflæsinguna á klósettinu) þá sástu til þes að stóllinn yrði dreginn fram fyrir viðkomandi, hvort sem það væri þú eða annar þjónn. Þjónar mega ekki tala saman í salnum og eiga samskipti með ákveðnum merkjum.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í starfi?
Fyrir utan að skella smjöri á kjól hjá stelpu á leiðinni á djammið, þá var ansi vandræðalegt þegar ég var að æfa að hella víni með hægri hendinni, missi flöskuna á borðið og helli því á 3 af 4 gestum.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Að eiga veitingastað væri alveg gaman!
Uppáhalds vín og af hverju?
Veuve Clicquot La Grande dame vekur upp æðislegar minningar.
Ef þú værir strandglópur á eyðieyju hvaða 3 hluti myndir þú hafa með þér?
Sólbekk, sólgleraugu og sólarvörn.
Hver er besti matur sem þú hefur smakkað?
Wagyu trufflu gunkan á Zuma.
Hver er versta pic-up lína sem þú hefur notað?
Úff svo mörg hit and miss.
Ertu að vinna yfir jólin?
Mjög heppinn þetta ár! Einungis gamlárs.
Hvað er uppáhalds jólalagið þitt og með hvaða söngvara?
Dansaðu vindur með Eivor, það er eitthvað við þetta lag.
Horfir þú á einhverja sérstaka jólamynd til að komast í jólaskap?
Nei ég hef ekki horft á eina jólamynd þetta árið satt að segja.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Almar Yngvi Garðarsson, því hann er að gera ansi skemmtilega hluti í dag.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum