Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Almar: „Lifa góðu og skemmtilegu lífi…“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Styrmir Bjarki skoraði á Almar að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Almar Yngvi Garðarsson
Fæðingardagur og ár?
15. desember 1992.
Áhugamál?
Vín og ferðast.
Maki og Börn?
Ásta Steina Skúladóttir og lítill drengur á leiðinni í apríl.
Hvar lærðir þú?
Á Vox á Hilton, lærði framreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum.
Starf?
Eigandi / veitingastjóri á Reykjavík Meat.
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Lifa góðu og skemmtilegu lífi. Reyna að ferðast eins mikið og ég mögulega get.
Hver er uppáhalds Íslenski veitingastaðurinn þinn?
Það væri Mathús Garðabæjar myndi ég segja.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Það eru 46 eða 50 tímar man það ekki alveg, var að vinna í veiðihúsi og var að sjá um morgunmat, þrif, þjóna og elda. Skemmtileg lífsreynsla.
Ef þú ættir að velja eitt léttvín með nautasteik, hvaða vín yrði það og hvers vegna?
The Lion frá Hess í Californíu. Það vín er alveg stórkostlegt með nauti, getur fengið það hjá mér á Reykjavík Meat.
Finnst þér að veitingahús eigi að bjóða upp á að framreiðslumenn elda eða hafa fyrirskurð fyrir framan gesti?
Já að sjálfsögðu, allt til að gefa kúnnanum þínum skemmtilega upplifun, það er líka alltaf gaman að rifja aðeins upp það sem maður var að læra í skólanum myndi ég segja.
En spurning hvort það myndi ganga upp í dag þar sem allir hafa svo lítinn tíma til að njóta kvöldverðar þessa dagana, allir á hraðferð.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í starfi?
Úfff.. það er erfitt að segja.
Þegar ég var nemi að vinna í veislu og var beðin um að opna kampavín, flaskan var aðeins búin að vera á hreyfingu þannig það sprautast aðeins úr henni þegar ég opna hana og við það missi ég hana í gólfið og innihaldið sprautaðist yfir allt 10 manna borðið…
Uppáhalds vín og af hverju?
Saint Clair Omaka Reserve Chardonnay frá Nýja-Sjálandi. Finnst svo gaman að para það saman við mat og líka það eru mikið af skemmtilegu bragði sem er í gangi.
Hvernig veitingastað finnst þér vanta hér á Íslandi?
Japanskan Robata grill veitingastað þar sem eldað er fyrir framan þig, þeir eru svo skemmtilegir og æðislegur matur.
Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur tekið pöntun á?
Það væri þegar kona um 65 ára var að reyna panta mig uppá herbergi til sín. Hún var að borða hjá mér og bað mig um að koma til sín uppá herbergi … eftir 1 klukkutíma, þá sagðist hún vera tilbúin að borga aukalega fyrir það ef ég kæmi.
Átt þú þér einhvern Signature kokteil/drykk?
Lumex
Hver tekur við keflinu og af hverju?
Fannar Vernharðsson, útaf því að hann er stórkostlegur maður.
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum