Frétt
Hveiti ekki tilgreint í pasta
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúteni) við neyslu á Nawras Gele Vermicelli pasta. Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn hveiti (glúten) án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Miðausturlandamarkaðurinn, sem flytur inn vöruna, innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Allar framleiðslulotur eru innkallaðar:
Vörumerki: Nawras
Vöruheiti: Gele Vermicelli
Strikanúmer: Ekki tilgreint
Nettómagn: 400 g
Lotunúmer: Allar lotur
Framleiðsluland: Tyrkland
Innflytjandi: Miðausturlandamarkaðurinn ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Dreifing: Miðausturlandamarkaðurinn ehf.
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í Miðausturlandamarkaðinn þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við Miðausturlandamarkaðinn, Lóuhólum 2-6.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti