Frétt
Hveiti ekki tilgreint í pasta
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúteni) við neyslu á Nawras Gele Vermicelli pasta. Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn hveiti (glúten) án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Miðausturlandamarkaðurinn, sem flytur inn vöruna, innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Allar framleiðslulotur eru innkallaðar:
Vörumerki: Nawras
Vöruheiti: Gele Vermicelli
Strikanúmer: Ekki tilgreint
Nettómagn: 400 g
Lotunúmer: Allar lotur
Framleiðsluland: Tyrkland
Innflytjandi: Miðausturlandamarkaðurinn ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Dreifing: Miðausturlandamarkaðurinn ehf.
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í Miðausturlandamarkaðinn þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við Miðausturlandamarkaðinn, Lóuhólum 2-6.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni9 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum