Sigurður Már Guðjónsson
Hrafnhildur lauk sveinsprófi í konditori með ROS
Hinn 4. maí síðastliðinn þreyttu 20 nemar sveinspróf í konditori (kökugerð) við ZBC Ringsted í Danmörku. Meðal nemanna var íslensk stúlka að nafni Hrafnhildur frá Grindavík. Veitingageirinn tók hana tali í tilefni af áfanganum.
Hver er konditorinn?
Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir heiti ég og er að verða 23 ára gömul á þessu ári. Ég er uppalin í Grindavík.
Hvar lærðir þú?
Ég byrjaði í bakaranámi hjá föður mínum í Hérastubb bakara í Grindavík árið 2010. Fór fyrst í grunndeild matvæla, síðan í bakaradeild og útskrifaðist úr MK í maí 2014. Sveinsprófi í bakaraiðn lauk ég svo í desember 2014.
Það var svo í byrjun janúar 2016 sem ég hóf konditornám í Danmörku. Ég komst á samning hjá frábæru konditori í Kaupmannahöfn sem heitir Reinh. van Hauen og lauk sveinsprófi núna 4. maí með ROS. Verknámið sótti ég í ZBC í Ringsted.
Hvað er námið langt?
Þetta nám er 3 ár og 7 mánuðir. En 1 og ½ ár fyrir þá sem lokið hafa námi í bakaraiðn.
Hvernig er námið uppbyggt?
Venjulega byrjar fólk á að vera eitt ár á samning áður en það fer í skólann:
2 x 10 vikur sem er grunndeildin, sem er tekið allt í einu.
4 x 4 vikur, þær eru dreifðar, þetta eru allt kennsla í Konditori.
2 x 1 vika, þessar tvær vikur eru saman og er undirbúningur fyrir sveinspróf.
Bóklegt og verklegt sveinspróf.
Tóku margir próf núna í vor?
Það voru 20 nemar sem útskrifuðust núna í vor. Af okkur fengu 7 viðurkenninguna ROS eins og þeir segja á dönsku og 3 fengu bronzemedalíu.
Hvaða verkefni þurftir þú að leysa á prófinu og hvað tók það langan tíma?
Verklega prófið er 7 tímar og 45 mín og þurfti ég að baka eftirfarandi:
3ja hæða köku (hvítsúkkulaðiskyrmousse med lime, jarðaberja og passion geli, heslihnetukex og browniebotn, spautuð með hvítu súkkulaði)
Hrærða köku, hjúpaða með marsipani, áletrun og marsipanrósum ( rabbabara og hafrakaka, en ég tók hjónabandssælu og breytti henni i hrærða köku )
10 x eftirrétti eða 1 x eftirréttaköku (Ég gerði 10 desserta og í þeim var ljós súkkulaðimousse með rifsberja og jarðaberjageli, brownie, fersk rifsber og súkkulaði/heslihnetucrumble)
20 Croisssant-vínarbrauð eða smjördeig (ég valdi croissant og rúllaði það með íslensku smjöri)
15 konfektmola međ fyllingu (Dökkt súkkulaði með gulu og rauðu kakósmjöri með lakkrís og tópasfyllingu) en svo bjó ég til lakkrís „hraunmola“ svo að konfektið væri eins og nokkurskonar eldgos.
Viku fyrir próf drögum við svo restina af verkefninu okkar og það sem ég átti að gera var:
Kransakökuhorn – sumir drógu vöggu eða strýtu.
Pannakotta sem klassík – en það eru 17 klassíker sem maður getur dregið.
Súkkulaðiskraut – einnig hægt að draga sykurskraut eða marsipan.
Hver eru framtíðarplönin?
Framtíðarplönin eru nokkuð óljós, en núna mun ég vinna áfram í Danmörku til 5. júlí þar sem samningurinn minn rennur út þá. Og eftir samninginn ætla ég að kíkja aðeins á klakann í 1 til 2 mánuði og svo kannski að flytja í eitthvað annað spennandi land að vinna. En ég ætla aðeins ađ hugsa málið betur áður en ég ákveð mig.
Með fylgja myndir frá sveinsprófi Hrafnhildar.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti