Keppni
Hrafnhildur Anna á leiðinni á konditori heimsmeistarakeppnina í München
Hrafnhildur Anna Kroknes, bakari og konditor frá ZBC, er á leiðinni á konditori heimsmeistarakeppnina í München og Sigrún Ella Sigurðardóttir fer sem þjálfari fyrir Íslands hönd.
„Við erum að fara að keppa fyrir Ísland á heimsmeistarakeppni undir 25 ára í sætabrauði í München og þessi heimsmeistarakeppni er á vegum UIBC sem er samband bakara og konditora um allan heim.
Keppnin var fyrst haldin árið 2016 í Hollandi og er haldin í annað sinn núna í Þýskalandi samhliða stórsýningunni IBA í september 2018. Það er einnig gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir keppanda í þessa keppni.“
Sagði Sigrún Ella í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um keppnina, IBA er sýninguna og um konditor námið en Sigrún útskrifaðist sem konditori (kökugerð) við ZBC Ringsted í Danmörku í fyrra.

IBA sýningin sem er stærsta bakara og konditor sýning í heimi er haldin þriðja hvert ár. Síðast var hún haldin árið 2015, en þá voru 1,309 fyrirtæki frá 58 löndum sem sýndu vörur sínar og þjónustu og 77,814 þúsund gestir frá 167 löndum sem heimsóttu sýninguna. Sýningin er stór og fyllir heilar 12 hallir, en að auki konditor keppninnar eru haldnar heimsmeistarakeppni í bakstri, kaffikeppni omfl. Sannkölluð sælkerahátíð.
Mynd: iba.de

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí