Keppni
Hrafnhildur Anna á leiðinni á konditori heimsmeistarakeppnina í München
Hrafnhildur Anna Kroknes, bakari og konditor frá ZBC, er á leiðinni á konditori heimsmeistarakeppnina í München og Sigrún Ella Sigurðardóttir fer sem þjálfari fyrir Íslands hönd.
„Við erum að fara að keppa fyrir Ísland á heimsmeistarakeppni undir 25 ára í sætabrauði í München og þessi heimsmeistarakeppni er á vegum UIBC sem er samband bakara og konditora um allan heim.
Keppnin var fyrst haldin árið 2016 í Hollandi og er haldin í annað sinn núna í Þýskalandi samhliða stórsýningunni IBA í september 2018. Það er einnig gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir keppanda í þessa keppni.“
Sagði Sigrún Ella í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um keppnina, IBA er sýninguna og um konditor námið en Sigrún útskrifaðist sem konditori (kökugerð) við ZBC Ringsted í Danmörku í fyrra.

IBA sýningin sem er stærsta bakara og konditor sýning í heimi er haldin þriðja hvert ár. Síðast var hún haldin árið 2015, en þá voru 1,309 fyrirtæki frá 58 löndum sem sýndu vörur sínar og þjónustu og 77,814 þúsund gestir frá 167 löndum sem heimsóttu sýninguna. Sýningin er stór og fyllir heilar 12 hallir, en að auki konditor keppninnar eru haldnar heimsmeistarakeppni í bakstri, kaffikeppni omfl. Sannkölluð sælkerahátíð.
Mynd: iba.de
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað










