Vertu memm

Freisting

Hótel Rangá á lista yfir 100 bestu hótel Evrópu

Birting:

þann

Hótel Rangá er að finna á lista yfir 100 bestu hótelin í Evrópu. Listinn er tekinn saman af sérfræðingum fyrir breska blaðið The Times.

Í umfjöllun Times um Hótel Rangá segir m.a. að allir ferðamenn með sjálfsvirðingu sem ætla að heimsækja Ísland í sumar mun reyna að koma sér eins nálægt eldfjallinu Eyjafjallajökli og þeir geta án þess að brenna sig. Þar til í mars s.l. var lúxussveitahótelið Rangá ábyggilegasti staðurinn á jörðinni til að fylgjast með norðurljósunum. Nú er það besti staðuinn til að fylgjast með eldglæringunum frá nágrannaeldfjallinu.

Það fylgir sögunni að lífleg laxveiðiá renni við hlið hótelsins og að gestir þess geti slappað af í heitum potti sem nýtir jarðhitavatn, en þetta kemur fram á vefnum visir.is

/Smári

Mynd: hotelranga.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið