Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hótel Laugar opnar – Raggi Ómars yfirkokkur

Birting:

þann

Hótel Laugar

Hótel Laugar

Hótel Laugar sem staðsett er á fallegum og kyrrlátum stað í Sælingsdal fyrir norðan umvafið fallegri náttúru, opnaði á ný í júní s.l. Við hótelið er náttúrulaug, Guðrúnarlaug sem kennd er við Guðrúnu Ósvífusdóttur sem hafði aðsetur að Laugum. Við hótelið er einnig frábær sundlaug með heitum pottum.

Hótelið býður upp á 22 herbergi með baðherbergjum en einnig eru í boði ódýrari kostur þar sem eru herbergi með sameiginlegri snyrtingu.

Nýlega var Harpa Einarsdóttir hótelstjóri í viðtali í þættinum Að Vestan hjá N4, þar sem hún sagði söguna af því hvernig hún datt inn í hótelreksturinn í Sælingsdal.

„Svo leggjum við ríka áherslu á hollan og góðan mat bæði í öllum máltíðum hjá okkur. Og okkur til aðstoðar í þessu erum við með hinn frábæra kokk Ragga Ómars.“

Sagði Harpa í samtali við veitingageirinn.is.

Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson

Um Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson útskrifaðist úr Hótel og Veitingarskóla Íslands árið 1994, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Glóðin í Keflavík.

Ragnar hefur stsarfað bæði sem yfirmatreiðslumaður og vaktstjóri á veitingastöðunum DOMO, SALT, Leikhúskjallaranum, Hótel Holt, Bristol Grill í Osló, Perlunni svo fátt eitt sé nefnt.

Ragnar er mikill keppnismaður og er margverðlaunaður matreiðslumaður, lenti í 2. sæti í “One world”-keppninni í Suður Afríka árið 2007. 2.sæti. Var Bocuse d´Or kandítat tvisvar sinnum árið 2005 og lenti í 5. sæti og árið 2009 og hreppti aftur 5. sætið.

Varð Matreiðslumaður Norðurlanda árið 2003 og hreppti titilinn Kokkur ársins árið og í 3. sæti árið 2002 í sömu keppni.

Ragnar hefur verið meðlimur í Íslenska landsliðinu í matreiðslu og þjálfari, silfur og bronz í Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2006. Bronz í “Scot Hot” í Glascow, 2005. Silfur og bronz í Ólympíuleikunum á Erfurt í Þýskalandi, 2004. Silfur og bronz á Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2002. Gullverðlaun í Seoul, Suður Kóreu, 2002. Silfur á “Scot Hot” in Glasgow, 2001 og silfur og bronz á Ólympíuleikunum í Erfurt Þýskalandi, 2001.

Matseðillinn sem verður í boði í sumar á Hótel Laugum (sem verður þó eitthvað aðeins sveigjanlegur):

Hótel Laugar

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið