Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hótel Blönduós opnar eftir gagngerar endurbætur

Birting:

þann

Hótel Blönduós - Sýslumaðurinn

Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnað.
Mynd: Róbert Daníel Jónsson

Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnaði formlega nú á dögunum. Húsnæði hótelsins og umhverfi þess er einstakt fyrir margar sakir. Hótelið stendur í miðjum gamla bænum og er húsið upprunalegt að hluta frá árinu 1900 og var þá bústaður sýslumanns Húnvetninga.

Félagarnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson, keyptu húsið af Byggðastofnun. Fljótlega eftir það hófst undirbúningur að breytingum. Eigendur kappkostuðu því að halda í upprunalegt útlit hússins. Hótelið býður upp á alls 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi.

Eftirfarandi myndir tók Snorri Björnsson:

Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann, að því er fram kemur í tilkynningu hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Sýslumaðurinn er veitingastaður hótelsins en þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð daglega og kvöldverð á kvöldin. Þar má líka finna huggulegan bar með fallegu sjávarútsýni.

Hótel Blönduós - Sýslumaðurinn

Hótel Blönduós - Sýslumaðurinn

Sýslumaðurinn bauð upp á steikarhlaðborð 17. júní s.l.

Mikil vöntun hefur verið á gistirýmum á Norðurlandi vestra er því fagnaðarefni að fá nýtt og endurbætt hótel á svæðið.

Stöð 2 fjallaði meðal annars um endurbæturnar sem sjá má í innslaginu hér að neðan:

Heimasíðu Hótel Blönduós og frekari upplýsingar má finna hér.

Myndir: facebook / Hótel Blönduós / Róbert Daníel Jónsson / Snorri Björnsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið