Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hlemmur í biðstöðu – Myndir

Birting:

þann

Hlemmur - Mathöll

Aðeins verið að velta þessu fyrir sér

Hlemmur var brotinn staður og þangað komu margar brotnar sálir. Hlemmur var botninn. Hér var endastöðin. Margir byrjuð sína ferð þarna og enduðu hana einnig.

Inn á Hlemm fóru fáar sómakærar manneskjur ótilneyddar og sérstaklega ekki á kvöldin. Þarna var niðurlagið og uppgjöfin oft svo sýnileg. Á Hlemmi tóku sumir  tengivagn með skiptimiðanum áfram inn á lífið eða að biðu aðeins lengur eftir þeim næsta, sem stundum kom og stundum ekki. Kannski var síðasti vagn einfaldlega farinn eða skiptimiðinn einfaldlega útrunninn og ekki innistæða fyrir nýjum strax.

Hlemmur - Mathöll

Allt í gangi

Hlemmur - Mathöll

Markaðsdeildin byrjuð?

Hlemmur - Mathöll

Beðið eftir verkefni

Hlemmur - Mathöll

Á hvolfi

En á Hlemm kom einnig fjöldinn allur af sómakæru fólki sem stoppaði stutt. Hoppaði úr vagninum og hélt sína leið áfram fótgangandi eða tók þann næsta, hvert sem ferðinni var svo sem heitið.

Þeir sem reyktu létu það yfirleitt vera á Hlemmi nema þú vildir útdeila tóbaki út í það endalausa. Maður passaði sig á að ekki vera mjög sýnilegur og setti upp Klintara (Clint Eastwood andlit) og lét lítið fara fyrir sér. Lét sig hverfa með felulitunum.

Nýtt líf

En nú er hún Snorrabúð stekkur og miklar framkvæmdir í gangi. Sálirnar farnar annað í leit að frelsinu.

Hlemmur - Mathöll

Beðið eftir opnun

Hlemmur - Mathöll

Þarna hafa margir setið og beðið

Hlemmur - Mathöll

Enn á eftir að gera smotterí

Ég og tíkin mín áttum leið þarna framhjá um daginn og ákváðum að kíkja aðeins inn og sjá hvað væri um að vera. Hér er búið að umturna öllu og allt að komast í nýjan búning. Núna á að opna matarmarkað á Hlemmi eins og flestir vita. Þetta verður spennandi.

Hlemmur - Mathöll

Þetta eru einu veitingarnar í boði í dag

Allt hverfið fyrir ofan Hlemm hefur tekið stórkostlegum breytingum. Sjálfur bý ég rétt hjá, á gamla Hampiðjureitnum og það er varla hægt að þekkja sig aftur og enn á mikið eftir að koma. Það sem áður var skuggalegt og niðurnýtt iðnaðarhverfi er í hamskiptum núna.

Hlemmur - Mathöll

Sumir voru bara komnir lengra en aðrir

Verður opnað?

Hlemm á að opna um miðjan júlí. Svo nú er að sjá og vona að hönnuðir og arkitekt geta komið sér saman og niður á jörðina því þar hefur víst gengið á ýmsu, sagði einn af smiðunum mér hlæjandi. Hann vildi meina að hönnuðir lifðu á eigin tiktúrum við að láta færa veggi fram og til baka og væru eiginlega eins og skilanefnd bankanna. Því lengur sem þetta tæki því betra fyrir þá.

Hlemmur - Mathöll

Strákarnir að spá aðeins í hlutina

Hlemmur - Mathöll

Mathöll í biðstöðu

Hlemmur - Mathöll

Þetta verður flott

En hvað veit ég. Þetta verður allt að hafa sinn gang.

Hann vildi ræða einnig arkitektinn og allt það vesen en því nennti ég ekki. Enda heyrt það allt áður og veit hvað var þar í gangi. En nú er bara að vona það best og að áætlunin haldi og að opnað verði  í júlí.

Það væri ánægjulegt ef þú „lækaðir“ það sem þú varst að lesa ef þú varst sátt/ur.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið