Keppni
Hinrik og Kristinn sigruðu í alþjóðlegri matreiðslukeppni í Grikklandi
Klúbbur matreiðslumeistara í Norður Grikklandi stóð fyrir alþjóðlegri matreiðslukeppni í dag sem haldin var í heimalandi þeirra.
Yfir 350 keppendur voru skráðir til leiks í mismunandi keppnisgreinum og kepptu þar Íslensku kokkarnir Hinrik Lárusson og Kristinn Gísli Jónsson í keppninni „Team of the year“.
Hinrik og Kristinn sigruðu í keppninni með glæsibrag.
Skylda var að nota bláskel, ólífuolíu, ólífur og rissotto grjón.
Keppnis-matseðillinn hjá Íslenska liðinu var eftirfarandi:
- Létt grafinn makríll, bláskel, dill og jurtir.
- Sjávarrétta súpa með blómkáli og ólífuolíu vinaigrette.
- Pönnusteikt íslenskt lambafillet með grænertu risotto, reyktum lauk, svörtum ólífum og soðgljáa.
Viktor Örn Andrésson dæmdi í keppninni fyrir Íslands hönd.
„Mér var boðið að koma að dæma hérna. Og í kjölfarið buðu þeir mér að taka keppendur frá Íslandi hingað út þar sem þetta er alþjóðleg keppni, m.a. með löndum frá Asíu og Evrópu.“
Sagði Viktor í samtali við veitigageirinn.is, aðspurður um þátttöku Íslands í keppninni.
Mynd: Viktor Örn Andrésson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir