Frétt
Hertar aðgerðir á landamærum Íslands hafa takmörkuð áhrif á rekstur Sigló hótels á Siglufirði
Bókunarstaða hjá Sigló hótel á Siglufirði næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana.
Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsins, í Morgunblaðinu í dag. Að hennar sögn gekk sumarið vonum framar.
„Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svipuð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“
segir Kristbjörg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslendingum.
Þá segir hún ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum rétta.
„Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“
segir Kristbjörg.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla