Frétt
Hertar aðgerðir á landamærum Íslands hafa takmörkuð áhrif á rekstur Sigló hótels á Siglufirði
Bókunarstaða hjá Sigló hótel á Siglufirði næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana.
Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsins, í Morgunblaðinu í dag. Að hennar sögn gekk sumarið vonum framar.
„Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svipuð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“
segir Kristbjörg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslendingum.
Þá segir hún ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum rétta.
„Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“
segir Kristbjörg.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband