Frétt
Hertar aðgerðir á landamærum Íslands hafa takmörkuð áhrif á rekstur Sigló hótels á Siglufirði
Bókunarstaða hjá Sigló hótel á Siglufirði næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana.
Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsins, í Morgunblaðinu í dag. Að hennar sögn gekk sumarið vonum framar.
„Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svipuð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“
segir Kristbjörg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslendingum.
Þá segir hún ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum rétta.
„Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“
segir Kristbjörg.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar11 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






