Vertu memm

Frétt

Hertar aðgerðir á landamærum Íslands hafa takmörkuð áhrif á rekstur Sigló hótels á Siglufirði

Birting:

þann

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Sigló hótel hefur notið vinsælda meðal Íslendinga.

Bókunarstaða hjá Sigló hótel á Siglufirði næstu mánaða lítur vel út og svo virðist sem ekkert lát sé á fjölgun bókana.

Þetta segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hótelsins, í Morgunblaðinu í dag. Að hennar sögn gekk sumarið vonum framar.

„Sumarið hefur verið mjög gott og nýtingin var í raun svipuð og í fyrra. Þetta var jafnvel betra í júlí núna en á síðasta ári“

segir Kristbjörg og bætir við að reynt hafi verið að beina markaðssetningu að Íslendingum.

Þá segir hún ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum rétta.

Breyttar reglur um takmörkun á samkomum taka gildi 14. ágúst – Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns

„Við erum að treysta á Íslendingana núna. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir okkur að gera þetta með þessum hætti. Ef við værum að fá aðra bylgju myndi enginn koma hingað,“

segir Kristbjörg.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið