Keppni
Hér eru öll úrslitin í Norðurlandamóti kokka og þjóna
Það var Ola Wallin sem hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda. Wallin er meðlimur í Kokkalandsliðinu í Svíþjóð, en hann starfar hjá SK Mat & Människor í Gautaborg.
Svíþjóð hefur verið mjög framarlega í keppninni s.l. ár en árið 2014 hreppti Svíþjóð annað sæti og gullverðlaun fór til Svíþjóð frá árunum 2015 til 2018.
Úrslitin urðu á þessa leið:
Matreiðslumaður Norðurlanda 2018:
1. Ola Wallin – Svíþjóð
2. Mathias Åhman – Finnland
3. Kjell Patrick Ørmen – Noregur
Ungkokkar:
1. Desirré Jaks – Svíþjóð
2. Hinrik örn Lárusson – Ísland
3. Niall Larjala – Finnland
Framreiðslumaður Norðurlanda:
1. Christian Neve – Danmark
2. Noora Sipilä – Finnland
3. Emma Ziemann – Svíþjóð
Einnig voru veitt aukaverðlaun, en þar fékk Danmörk fyrir góða liðsheild. Christian Neve frá Danmörku fyrir besta ostinn, Tommy Jespersen frá Danmörku besta heilsufræði og Kristoffer Aga frá Noregi fyrir bestu umhellinguna.
Það var Klúbbur matreiðslumeistara sem sendi þrjá keppendur á Norðurlandamótin, en keppnin fór fram í Herning í Danmörku samhliða matvælasýningunni Foodexpo. Skipulag keppninnar var í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara.
Keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands:
Hafsteinn Ólafsson keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda. Hafsteinn er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks
Lúðvík Kristinsson keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda. Lúðvík starfar á Grillinu.
Hinrik Lárusson keppti í Ungkokka keppninni og eins og kunnugt er þá vann hann til silfurverðlauna í keppninni. Hinrik er mikill keppnismaður, en hann var aðstoðarmaður þegar Viktor Örn Andrésson hlaut brons verðlaunin í Bocuse d´Or 2017. Hinrik hreppti titilinn Matreiðslunemi ársins 2015 og 2017. Sigraði grillhátíðina Kótilettan 2016 í flokki fagaðila.
Hinrik undirbýr sig núna að keppa fyrir Íslands hönd í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 20. – 21. apríl næstkomandi.
Með í för voru Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Hafliði Halldórsson matreiðslumaður var fararstjóri og Bjarni Gunnar Kristinsson var í eftirlitsnefnd með keppninni “Culinary Committie”.
Gabríel Kristinn Bjarnason tók þátt í norrænu ungliðastarfi og Ingimundur Elí nemi á Sumac var sérlegur aðstoðarmaður við keppendur.
Íslenskir fagmenn áberandi í myndbandi frá Foodexpo
Foodexpo er ein stærsta matvæla- og vínsýning Norðurlanda og býður upp á fjölmargar keppni. Í meðfylgjandi myndbandi sem sýnir brot af því besta frá keppnunum og sýningunni má sjá meðal annars Axel Þorsteinsson bakara og Viktor Örn Andrésson sem sigraði Matreiðslumaður Norðurlanda eftirminnilega árið 2014.
Myndir af íslensku keppendum: aðsendar / Chef.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta16 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði