Vín, drykkir og keppni
Hemingway Bar tekur yfir Kokteilbarinn
Dagana 16. og 17. júní mun George Vosahlik frá Hemingway Bar í Prag í Tékklandi taka yfir Kokteilbarinn á Klapparstíg, en þar mun hann ásamt frábæru barþjónum Kokteilbarsins hrista og hræra nokkra af þeirra þekktari drykkjum.
Hemingway Bar í Prag opnaði árið 2009 og hefur tvisvar komist á lista yfir 50 bestu bari í heimi. Barinn er innblásinn af einum af þekktustu bar elskendum seinni tíma, rithöfundinum Ernest Hemingway, sem skildi eftir sig fjölmargar uppskriftir af vinsælum kokteilum.
Eftirfarandi eru kokteilarnir sem verða á boðstólum:
ETON MESS
– Tær mjólkurpúns
– Gin, súrsætur
– Marens
HEMINGWAY GASOLINE
– Kraftmikill, stuttur og bitur
– High proof bourbon
– Valhnetutónar
ART OF JAPAN
– Léttur og frískandi fizz
– Umeshu
– Bancha te
PERU
– Miðlungs bragðmikill
– Pisco með tæru kiwi
– Mandarínu ilmolíusykur
ETERNAL DAIQUIRI
– Stuttur og kraftmikill
– Agricole romm
– Basil og kardimomubragð
Mynd: facebook / Kokteilbarinn
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt18 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur