Vín, drykkir og keppni
Hemingway Bar tekur yfir Kokteilbarinn
Dagana 16. og 17. júní mun George Vosahlik frá Hemingway Bar í Prag í Tékklandi taka yfir Kokteilbarinn á Klapparstíg, en þar mun hann ásamt frábæru barþjónum Kokteilbarsins hrista og hræra nokkra af þeirra þekktari drykkjum.
Hemingway Bar í Prag opnaði árið 2009 og hefur tvisvar komist á lista yfir 50 bestu bari í heimi. Barinn er innblásinn af einum af þekktustu bar elskendum seinni tíma, rithöfundinum Ernest Hemingway, sem skildi eftir sig fjölmargar uppskriftir af vinsælum kokteilum.
Eftirfarandi eru kokteilarnir sem verða á boðstólum:
ETON MESS
– Tær mjólkurpúns
– Gin, súrsætur
– Marens
HEMINGWAY GASOLINE
– Kraftmikill, stuttur og bitur
– High proof bourbon
– Valhnetutónar
ART OF JAPAN
– Léttur og frískandi fizz
– Umeshu
– Bancha te
PERU
– Miðlungs bragðmikill
– Pisco með tæru kiwi
– Mandarínu ilmolíusykur
ETERNAL DAIQUIRI
– Stuttur og kraftmikill
– Agricole romm
– Basil og kardimomubragð
Mynd: facebook / Kokteilbarinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?