Vertu memm

Keppni

Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár

Birting:

þann

Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár

Helga Signý Sveinsdóttir

Helga Signý Sveinsdóttir keppti í alþjóðlegu „Barlady“ keppninni sem haldin var í Grikklandi síðastliðna tvo daga, 8. og 9. mars. Þátttökurétt fékk Helga eftir sigur hennar í „Barlady“ keppninni sem haldin var hér á Íslandi í febrúar síðastliðinn á vegum Barþjónaklúbbs Íslands.

Barlady er alþjóðleg keppni fyrir konur og kvár til að sína hvað í þeim býr. Keppnin var haldin á alþjóðlega konudeginum og hristu 16 konur fram skemmtilega kokteila.

Byrjað var á forkeppni 8. mars og keppt var í tveimur flokkum, „National“ annars vegar og „Classic“ hins vegar. Þar voru 6 sem komust áfram í hvorum flokki og kepptu í sínum flokk 9. mars. Helga var í topp 6 eftir fyrri daginn í National flokknum og tók svo þriðja sætið í þeim flokki.

Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár

Alls voru 16 keppendur frá Kúbu, Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð. Bretlandi, Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Armeníu, Grikklandi, Tyrklandi, Lettlandi, Albaníu, Norður Macedoníu og Eistlandi.

Í „National“ flokknum var áhersla lögð á að keppendur notuðu vörur frá sínu heimalandi í bland við vörur frá samstarfsaðilum „Barlady“ keppninnar.

Brons verðlauna drykkurinn hennar Helgu:

45ml Bláberja líkjör frá Reykjavík Distillery

15ml Nordic blueberry og arctic bilberry fortified wine frá Reykjavík Distillery

30ml ferskur sítrónusafi

20ml simple syrup

30ml Tanqueray gin

barskeið Icelandic Skyr

barskeið Sailor Jerry spiced rum

Myndir: aðsendar

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið