Keppni
Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár
Helga Signý Sveinsdóttir keppti í alþjóðlegu „Barlady“ keppninni sem haldin var í Grikklandi síðastliðna tvo daga, 8. og 9. mars. Þátttökurétt fékk Helga eftir sigur hennar í „Barlady“ keppninni sem haldin var hér á Íslandi í febrúar síðastliðinn á vegum Barþjónaklúbbs Íslands.
Barlady er alþjóðleg keppni fyrir konur og kvár til að sína hvað í þeim býr. Keppnin var haldin á alþjóðlega konudeginum og hristu 16 konur fram skemmtilega kokteila.
Byrjað var á forkeppni 8. mars og keppt var í tveimur flokkum, „National“ annars vegar og „Classic“ hins vegar. Þar voru 6 sem komust áfram í hvorum flokki og kepptu í sínum flokk 9. mars. Helga var í topp 6 eftir fyrri daginn í National flokknum og tók svo þriðja sætið í þeim flokki.
Alls voru 16 keppendur frá Kúbu, Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð. Bretlandi, Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Armeníu, Grikklandi, Tyrklandi, Lettlandi, Albaníu, Norður Macedoníu og Eistlandi.
Í „National“ flokknum var áhersla lögð á að keppendur notuðu vörur frá sínu heimalandi í bland við vörur frá samstarfsaðilum „Barlady“ keppninnar.
Brons verðlauna drykkurinn hennar Helgu:
45ml Bláberja líkjör frá Reykjavík Distillery
15ml Nordic blueberry og arctic bilberry fortified wine frá Reykjavík Distillery
30ml ferskur sítrónusafi
20ml simple syrup
30ml Tanqueray gin
barskeið Icelandic Skyr
barskeið Sailor Jerry spiced rum
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







