Keppni
Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár
Helga Signý Sveinsdóttir keppti í alþjóðlegu „Barlady“ keppninni sem haldin var í Grikklandi síðastliðna tvo daga, 8. og 9. mars. Þátttökurétt fékk Helga eftir sigur hennar í „Barlady“ keppninni sem haldin var hér á Íslandi í febrúar síðastliðinn á vegum Barþjónaklúbbs Íslands.
Barlady er alþjóðleg keppni fyrir konur og kvár til að sína hvað í þeim býr. Keppnin var haldin á alþjóðlega konudeginum og hristu 16 konur fram skemmtilega kokteila.
Byrjað var á forkeppni 8. mars og keppt var í tveimur flokkum, „National“ annars vegar og „Classic“ hins vegar. Þar voru 6 sem komust áfram í hvorum flokki og kepptu í sínum flokk 9. mars. Helga var í topp 6 eftir fyrri daginn í National flokknum og tók svo þriðja sætið í þeim flokki.
Alls voru 16 keppendur frá Kúbu, Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð. Bretlandi, Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Armeníu, Grikklandi, Tyrklandi, Lettlandi, Albaníu, Norður Macedoníu og Eistlandi.
Í „National“ flokknum var áhersla lögð á að keppendur notuðu vörur frá sínu heimalandi í bland við vörur frá samstarfsaðilum „Barlady“ keppninnar.
Brons verðlauna drykkurinn hennar Helgu:
45ml Bláberja líkjör frá Reykjavík Distillery
15ml Nordic blueberry og arctic bilberry fortified wine frá Reykjavík Distillery
30ml ferskur sítrónusafi
20ml simple syrup
30ml Tanqueray gin
barskeið Icelandic Skyr
barskeið Sailor Jerry spiced rum
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum