Keppni
Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár
Helga Signý Sveinsdóttir keppti í alþjóðlegu „Barlady“ keppninni sem haldin var í Grikklandi síðastliðna tvo daga, 8. og 9. mars. Þátttökurétt fékk Helga eftir sigur hennar í „Barlady“ keppninni sem haldin var hér á Íslandi í febrúar síðastliðinn á vegum Barþjónaklúbbs Íslands.
Barlady er alþjóðleg keppni fyrir konur og kvár til að sína hvað í þeim býr. Keppnin var haldin á alþjóðlega konudeginum og hristu 16 konur fram skemmtilega kokteila.
Byrjað var á forkeppni 8. mars og keppt var í tveimur flokkum, „National“ annars vegar og „Classic“ hins vegar. Þar voru 6 sem komust áfram í hvorum flokki og kepptu í sínum flokk 9. mars. Helga var í topp 6 eftir fyrri daginn í National flokknum og tók svo þriðja sætið í þeim flokki.
Alls voru 16 keppendur frá Kúbu, Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð. Bretlandi, Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Armeníu, Grikklandi, Tyrklandi, Lettlandi, Albaníu, Norður Macedoníu og Eistlandi.
Í „National“ flokknum var áhersla lögð á að keppendur notuðu vörur frá sínu heimalandi í bland við vörur frá samstarfsaðilum „Barlady“ keppninnar.
Brons verðlauna drykkurinn hennar Helgu:
45ml Bláberja líkjör frá Reykjavík Distillery
15ml Nordic blueberry og arctic bilberry fortified wine frá Reykjavík Distillery
30ml ferskur sítrónusafi
20ml simple syrup
30ml Tanqueray gin
barskeið Icelandic Skyr
barskeið Sailor Jerry spiced rum
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita