Frétt
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur, hækki um 4,86% í dag 1. september, nema smjör sem hækkar um 15%. Vegin hækkun heildsöluverðs er 5,30%.
Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52%, úr 87,40 kr. í 90,48 kr.
Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. janúar 2017. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,60% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 7,14%. Nefndin samþykkti þessa niðurstöðu en annar fulltrúi félags- og janréttismálaráðherra greiddi atkvæði gegn henni.
Upplýsingar um verðlagsgrundvöll kúabúa og gjaldaliði hjá mjólkursamlögum er hægt að nálgast hér.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum