Frétt
Hefur þú brennandi áhuga á matarlist?
Klúbbur matreiðslumeistara (KM) ætlar að virkja félagsskap Ungkokka á ný.
KM rekur meðal annars Kokkalandsliðið og keppnina Kokkur ársins og í starfinu er fjölmörg tækifæri fyrir metnaðarfulla ungkokka.
Sért þú 25 ára eða yngri og matreiðslunemi/maður þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig að efla þekkingu og tengslanet þitt.
Ungkokkar eru félagsskapur ungra matreiðslumanna og nema sem samhæfa reynslu sína til að auka þekkingu og getu í matreiðslu.
Verkefni Ungkokka í framhaldi:
- Náið samstarf með KM í stórum sem smáum verkefnum
- Aðstoða Kokkalandsliðið í sinni vinnu
- Aðstoð við uppsetningu og matreiðslu í Kokkur ársins og öðrum keppnum.
- Samstarf við KM á Gala dinner.
- Félagsstarf og hittingar.
Hafir þú áhuga á að sækja um í þennan félagsskap sendið þá fullt nafn, kennitölu, netfang og símanúmer til Loga Brynjarssonar í [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





