Frétt
Hefur þú brennandi áhuga á matarlist?
Klúbbur matreiðslumeistara (KM) ætlar að virkja félagsskap Ungkokka á ný.
KM rekur meðal annars Kokkalandsliðið og keppnina Kokkur ársins og í starfinu er fjölmörg tækifæri fyrir metnaðarfulla ungkokka.
Sért þú 25 ára eða yngri og matreiðslunemi/maður þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig að efla þekkingu og tengslanet þitt.
Ungkokkar eru félagsskapur ungra matreiðslumanna og nema sem samhæfa reynslu sína til að auka þekkingu og getu í matreiðslu.
Verkefni Ungkokka í framhaldi:
- Náið samstarf með KM í stórum sem smáum verkefnum
- Aðstoða Kokkalandsliðið í sinni vinnu
- Aðstoð við uppsetningu og matreiðslu í Kokkur ársins og öðrum keppnum.
- Samstarf við KM á Gala dinner.
- Félagsstarf og hittingar.
Hafir þú áhuga á að sækja um í þennan félagsskap sendið þá fullt nafn, kennitölu, netfang og símanúmer til Loga Brynjarssonar í [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?