Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hannes Boy breytist í PopUp Vegan Boy – Myndir

Rekstraraðilar veitingadeildar Sigló hótels. Saman reka þau veitingastaðinn Sunnu á Sigló hótel, Kaffi Rauðku, og Hannes Boy.
F.v. Jimmy Wallster, Sólrún Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette ásamt börnum þeirra.
Mynd: aðsend
Veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði er einstaklega fallegur staður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin.
Staðurinn stendur í sólgulu húsi við smábátahöfnina og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi.
Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og hefur verið boðið upp á fínni mat. Nú hafa rekstraraðilar breytt konseptinu á staðnum og bjóða nú upp á grænkera sælkeraverslun og veitingastað í sumar og heitir staðurinn Vegan Boy – Deli & Boutique og er PopUp staður.
Réttur dagsins og súpa dagsins er unnin úr þeim vörum sem er til sölu í versluninni. Fersk salöt og boost eru í handhægum og umhverfisvænum umbúðum sem henta vel til að taka með. Svo má einni tilla sér í sólinni fyrir utan og neyta réttanna þar. Einnig er til sölu fallegar vörur eins og glös, hnífaparasett, ýmis borðbúnaður og spennandi gjafavörur og margt fleira.
„Það er skemmtileg áskorun fyrir okkur að opna stað sem er alveg vegan og höfum við fundið fyrir þörfinni fyrir því hérna fyrir norðan. Við höfum mikinn áhuga á vegan matargerð og gaman að sjá hvað þróunin í grænkera matargerð er langt á veg komin.
Vegan hópurinn á Íslandi er fer stækkandi með hverju ári og langar okkur að mæta þeim hóp með áhuga og fjölbreytni.“
Sagði Halldóra Guðjónsdóttir í samtali við veitingageirinn.is
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar




















