Starfsmannavelta
Hamborgarafabrikkan hættir allri starfsemi á Akureyri
Hamborgarafabrikkan á Akureyri sem staðsett er á jarðhæð hótels KEA hættir starfsemi og býður nú 30% afslátt af öllu á matseðli á meðan birgðir endast, að því er fram kemur í tilkynningu. Staðurinn opnaði fyrst á Akureyri fyrir tíu árum síðan.
Hamborgarafabrikkan á Akureyri þakkar Norðlendingum fyrir viðskiptin á liðnum árum.
„Um áramótin renna út samningar sem verða þess valdandi að við tókum þessa ákvörðun í september og tilkynntum í framhaldinu öllum okkar starfsmönnum hana. Starfsemin hefur verið mjög farsæl síðastliðin 10 ár og erum við þakklát fyrir allt það frábæra samstarfsfólk og viðskiptavini sem við höfum haft á þessum árum.“
segir Jóhann Stefánsson, framkvæmdastjóri í samtali við akureyri.net.
Mynd: facebook / Hamborgarafabrikkan

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati