Frétt
Halla María hlýtur Menningarverðlaun Grindavíkur 2019
Halla María Svansdóttir hlýtur Menningarverðlaun Grindavíkur 2019 en verðlaunin verða afhent við setningu Menningarviku 9. mars næstkomandi.
Síðan Halla hóf framleiðslu á matarpokum árið 2012 í eldhúsinu heima hjá sér hefur hún haft jákvæð áhrif á matarhefð í Grindavík. Matarhefð er stór hluti af ímynd bæja og landsvæða enda endurspeglar hún menningu og sögu þeirra.
Halla hefur allt frá upphafi reynt að nýta sér hreinleika íslenskra matvæla og lífræna ræktun. Þá hefur henni tekist að byggja upp orðspor og eftirspurn eftir sinni framleiðslu sem oft inniheldur lykilhráefni úr Grindavík. Höllu er umhugað um bæjarfélagið sitt og hefur hennar frumkvöðlastarf hefur skilað sér í auknum tekjum og atvinnutækifærum í tengslum við okkar matarauð.
Halla hefur reglulega boðið íbúum Grindavíkur upp á menningartengda viðburði sem þá oftar en ekki eru matvælatengdir.
Á vef Grindavíkurbæjar segir að frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár handhafa Menningarverðlauna Grindavíkur og annað hvert ár bæjarlistamann Grindavíkur, samkvæmt Menningarstefnu Grindavíkurbæjar. Auglýst er eftir tilnefningum um einstaklinga eða félagasamtök sem til greina koma að hljóta tilnefninguna Menningarverðlaun og sæmdarheitið bæjarlistamaður.
Mynd: grindavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






