Vertu memm

Frétt

Hálf milljón í sekt vegna ólögmæta notkun á þjóðfánanum

Birting:

þann

Svínarif - BBQ

Stjörnugrís braut gegn ákvörðuninni með því að nota brot úr þjóðfána íslendinga utan á umbúðum fyrir grísarif sem voru innflutt frá Þýskalandi.

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Með fyrri ákvörðuninni var Stjörnugrís bannað að nota þjóðfána Íslendinga utan á umbúðum matvara sem áttu uppruna að rekja til annarra ríkja en Íslands. Stjörnugrís braut gegn ákvörðuninni með því að nota brot úr þjóðfána íslendinga utan á umbúðum fyrir grísarif sem voru innflutt frá Þýskalandi.

Neytendastofa taldi nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir brot gegn fyrri ákvörðun.

Ákvörðunina með lesa í heild sinni hér.

Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið