Frétt
Hálf milljón í sekt vegna ólögmæta notkun á þjóðfánanum

Stjörnugrís braut gegn ákvörðuninni með því að nota brot úr þjóðfána íslendinga utan á umbúðum fyrir grísarif sem voru innflutt frá Þýskalandi.
Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.
Með fyrri ákvörðuninni var Stjörnugrís bannað að nota þjóðfána Íslendinga utan á umbúðum matvara sem áttu uppruna að rekja til annarra ríkja en Íslands. Stjörnugrís braut gegn ákvörðuninni með því að nota brot úr þjóðfána íslendinga utan á umbúðum fyrir grísarif sem voru innflutt frá Þýskalandi.
Neytendastofa taldi nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir brot gegn fyrri ákvörðun.
Ákvörðunina með lesa í heild sinni
hér.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni22 klukkustundir síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





