Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hákon Már er maðurinn á bakvið matseðilinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Á meðal rétta á matseðli Fiskbarsins er pönnusteiktur þorskhnakki, kirsuberjatómatar, grilluð paprika, ólífur, bankabygg, sítrónu-möndlukremsósa.
Sjávarréttir, kjöt og grænmeti úr næsta umhverfi leika lykilhlutverk á matseðli á nýjum veitingastað í Keflavík.
Staðurinn hefur fengið nafnið Fiskbarinn og er staðsettur á Hótel Berg sem er glæsilegur gististaður við smábátahöfnina í hjarta Keflavíkur. Það var Haf Studio sem umbreytti veitingasalnum á hótelinu, sem var áður einungis nýttur fyrir morgunverð og fundi á hótelinu.
Fiskbarinn rúmar 30 matargesti og verður opinn fimmtudaga til laugardaga frá kl 17: – 22:00.
Hákon Már Örvarsson hannar matseðilinn
Það er enginn annar en Hákon Már Örvarsson matreiðslumeistari og brons Bocuse d‘Or verðlaunahafi sem er maðurinn á bakvið matseðilinn á Fiskbarnum. Það þarf vart að kynna Hákon fyrir veitingabransanum, en hann hefur meðal annars verið yfirkokkur á veitingastaðnum Vox, yfirkokkur á veitingastað Hótel Holt og starfað á Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.
Matseðillinn er síbreytilegur eftir árstíðum og byggir á því sem ferskast er og best hverju sinni. Vínlistinn er vandaður og einfaldur. Í takt við matseðilinn samanstendur hann af níu léttvínstegundum sem falla fullkomlega að réttunum. Einnig er í boði úrval gosdrykkja sem og bjór, bruggaður á Suðurnesjum.
Opnar árið 2021
Áætlað er að opna Fiskbarinn um mánaðarmótin janúar og febrúar 2021.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir









