Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hafsteinn þjónn er ekkert á leiðinni heim
Hafsteinn Egilsson framreiðslumaður og veitingamaður, fluttist til Tenerife fyrir um tveimur árum. Hann stendur í töluverðum rekstri á eyjunni ásamt viðskiptafélögum sínum en Hafsteinn rekur þar tvo bari og eitt hótel. Hann ræddi við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100 en þátturinn var í beinni útsendingu frá Tenerife í síðustu viku.
Fékk „kikkið“
Hafsteinn segist ætla að búa áfram á Tenerife því þar líði honum vel.
„Trausti, sonur minn, hefur búið hér 12 ár. Áður fór ég oft í heimsókn til hans í kannski viku eða tíu daga. Síðustu þrjá dagana var mig farið að hlakka til að fara aftur heim til Íslands.“
Eitt skiptið ákvað Hafsteinn að bregða út frá vananum.
„Ég ákvað einu sinni að dvelja í heilan mánuð og þá fékk ég „kikkið“ út úr því að vera hér. Ég fór í allt annan gír. Það lá ekkert á, það hægðist á öllu og manni leið vel. Svo fengum við tækifæri í að fjárfesta hér úti og stukkum á það.“
Tvo og hálfan tíma hjá gjaldkera
Hafsteinn þarf oft að fara í sendiferðir í bankaútibú á Tenerife, rekstrar síns vegna. Það reynir oft á taugarnar þar sem þolinmæðistaugar Íslendingsins eru oft þandar til hins ýtrasta. Hafsteinn segir að skrifræðið oft vera yfirþyrmandi:
„Bankakerfið hér fengi ekki háa einkun heima. Kannski stendur utan á hurð bankans að hann eigi að opna klukkan 08:30. Korteri síðar, klukkan 08:45 er mögulega verið að snúa lyklinum. Einn daginn þurfti ég að leggja inn en þá var talningavélin biluð. Gjaldkerinn lokaði þá bara og fór heim. Svona er þetta bara.“
Það tekur sinn tíma að stunda bankaviðskipti á Tenerife og Hafsteinn rekur, í skemmtilegu spjalli við þá félaga í K100, sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, að síðasta ferð hans í bankann hafi tekið tvo og hálfan klukkutíma.
Gjaldkerinn tók m.a. upp á að loka í hálftíma og kúnninn á undan honum í röðinni lenti á kjaftatörn í þrjú korter.
„Það þarf þolinmæði hér. Það er enginn að flýta sér. Starfsfólkið er allt alúðlegt og rólegt og allt fínt hér að öðru leiti,“
sagði Hafsteinn sem fer í sund eftir golf og hlustar á Bubba í sólbaði.
um Hafstein
Hafsteinn byrjaði 1. maí klukkan 14:00 að læra þjóninn í Grillinu og starfaði á Hótel Sögu til ársins 1991. Opnaði þá ásamt Herði Sigurjónssyni Naustið og rak það til 1. janúar 1996 við góðan orðstír.
Hafsteinn var veitingastjóri á Hótel Borg til ársins 1998, er hann fór aftur á Hótel Sögu til ársins 2006 og rak þá síðustu árin veitingadeildina ásamt syni hans Níelsi Hafsteinssyni framreiðslumeistara.
Keypti Iðusali sem hann rak til ársins 2009 og keypti síðan Rauða Ljónið við Eiðistorg þar sem hann starfar enn.
Að ógleymdu átti hann ásamt syni sínum Níelsi fyrsta veitingastað þeirra Rauða Sófann frá 1989-1991.
Hafsteinn var lengi mjög virkur í Barþjónaklúbbnum og var forseti í 4 ár og stjórn í mörg ár. Hafsteinn var mikill keppnismaður og keppti bæði erlendis og hér heima og varð meðal annars Íslandsmeistari árið 1979.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars