Markaðurinn
Hættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
Þessar kúlur eru hættulega góðar og hafa slegið í gegn alls staðar þar sem þær mæta. Afar einfaldar og fljótlegar og á allra færi. Upplagt að útbúa á aðventunni og eiga inni í ísskáp eða frysti.
Einföld uppskrift gerir um 30 litlar kúlur.
Innihald:
200 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
2 msk. Biscoff krem í krukku
250 g Biscoff kex eða annað kanilkex
300 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
Myljið kexið smátt. Blandið vel saman rjómaosti, kexi og Biscoff kremi.
Útbúið litlar kúlur og frystið í smástund.
Bræðið súkkulaði á meðan. Hjúpið frystar kúlurnar með hvítu súkkulaði. Skreytið með aðeins meira súkkulaði og örlitlu muldu kexi.
Geymist vel í ísskáp eða frysti.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






