Markaðurinn
Hættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
Þessar kúlur eru hættulega góðar og hafa slegið í gegn alls staðar þar sem þær mæta. Afar einfaldar og fljótlegar og á allra færi. Upplagt að útbúa á aðventunni og eiga inni í ísskáp eða frysti.
Einföld uppskrift gerir um 30 litlar kúlur.
Innihald:
200 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
2 msk. Biscoff krem í krukku
250 g Biscoff kex eða annað kanilkex
300 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
Myljið kexið smátt. Blandið vel saman rjómaosti, kexi og Biscoff kremi.
Útbúið litlar kúlur og frystið í smástund.
Bræðið súkkulaði á meðan. Hjúpið frystar kúlurnar með hvítu súkkulaði. Skreytið með aðeins meira súkkulaði og örlitlu muldu kexi.
Geymist vel í ísskáp eða frysti.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is
-
Frétt7 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn6 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn5 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Keppni6 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir4 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn3 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanLétt og rjómakennt eggjasalat með grískri jógúrt






