Markaðurinn
Gústi chef með námskeið – Vegan réttir
Við munum fara yfir nokkrar uppskriftir sem við gerum saman, áherslan á þessu námskeiði er í kringum Miðjarðarhafið frá Marokkó og hringinn til Spánar. Mikil áhersla á léttan, bragðsterkann og litríkan mat sem gleður auga, nef og bragðlauka.
Það fyrsta og mikilvægasta er að umgangast og hugsa vegan mat sem bara hvern annan mat, bragðlega, útlitslega, næringarlega og gera þetta eins skemmtilegt og spennandi og hægt er. Ræðum prótein í vegan matargerð og notkun gervikjöts úr jurtaafurðum, kosti þess og galla.
Förum létt í næringsrfræði og helstu tísku bylgjur í vegan mataræði og einmitt smá í mismunandi ástæður þess að fólk gerist vegan. Snertum einnig aðeins á kolefnisspori matar í því samhengi og umhverfisáhrifum þess að bjóða upp á góða vegan kosti.
Ágúst Úlfur Eyrúnarson (Gústi chef) hefur margra ára reynslu af matreiðslu Vegan fæðis fyrir mötuneyti og sem kokkur hjá Hjallastefnunni, SATT og yfirkokkur HaPP. Ágúst kom einnig að gerð Kolefnisreiknissins Matarspor hjá EFLU og gerðist þá sjálfur Vegan í eitt ár.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
28.01.2023 | lau. | 09:00 | 15:00 | Hótel- og matvælaskólinn |
- Lengd: 6 klukkustundir
- Námsmat: Gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum.
- Kennari: Ágúst Úlfur Eyrúnarson (Gústi chef)
- Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn
- Fullt verð: 26.900 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 6.900 kr.-
[email protected]
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta20 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði