Vertu memm

Markaðurinn

Gústi chef með námskeið – Vegan réttir

Birting:

þann

Vegan - Réttir

Við munum fara yfir nokkrar uppskriftir sem við gerum saman, áherslan á þessu námskeiði er í kringum Miðjarðarhafið frá Marokkó og hringinn til Spánar. Mikil áhersla á léttan, bragðsterkann og litríkan mat sem gleður auga, nef og bragðlauka.

Það fyrsta og mikilvægasta er að umgangast og hugsa vegan mat sem bara hvern annan mat, bragðlega, útlitslega, næringarlega og gera þetta eins skemmtilegt og spennandi og hægt er. Ræðum prótein í vegan matargerð og notkun gervikjöts úr jurtaafurðum, kosti þess og galla.

Förum létt í næringsrfræði og helstu tísku bylgjur í vegan mataræði og einmitt smá í mismunandi ástæður þess að fólk gerist vegan. Snertum einnig aðeins á kolefnisspori matar í því samhengi og umhverfisáhrifum þess að bjóða upp á góða vegan kosti.

Ágúst Úlfur Eyrúnarson (Gústi chef) hefur margra ára reynslu af matreiðslu Vegan fæðis fyrir mötuneyti og sem kokkur hjá Hjallastefnunni, SATT og yfirkokkur HaPP. Ágúst kom einnig að gerð Kolefnisreiknissins Matarspor hjá EFLU og gerðist þá sjálfur Vegan í eitt ár.

Skráning hér.

HVAR OG HVENÆR

DAGSETNING KENNT FRÁ TIL STAÐSETNING
28.01.2023 lau. 09:00 15:00 Hótel- og matvælaskólinn
  • Lengd: 6 klukkustundir
  • Námsmat: Gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum.
  • Kennari: Ágúst Úlfur Eyrúnarson (Gústi chef)
  • Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn
  • Fullt verð: 26.900 kr.-
  • Verð til aðila IÐUNNAR: 6.900 kr.-
TengiliðurValdís Axfjörð Snorradóttir
[email protected]

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið