Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gunnar Karl og Poul Andrias leiða Michelin veislu í Færeyjum
Á Paz í Færeyjum, tveggja stjörnu Michelin-veitingastað, verður í september boðið upp á sjaldséðan viðburð þar sem tveir af fremstu kokkum Norðurlanda sameina krafta sína.
Poul Andrias Ziska hefur boðið íslenska matreiðslumanninum Gunnari Karli Gíslasyni í einstakt samstarf þar sem þeir munu skapa 14 rétta matseðil sem verður aðeins í boði tvö kvöld, þann 5. og 6. september, á Paz í Þórshöfn.
Gunnar Karl er eigandi og yfirmatreiðslumaður á Dill í Reykjavík, fyrsta íslenska veitingastaðnum til að hljóta Michelin-stjörnu. Dill hefur einnig hlotið hið græna laufið eftirsóknarverða fyrir að stuðla að sjálfbærni á veitingastað sínum. Gunnar Karl hefur mótað og þróað nútíma íslenska matargerð og er víða talinn brautryðjandi í veitingageiranum hér á landi.
Poul Andrias Ziska, eigandi og yfirmatreiðslumaður Paz, hefur á stuttum tíma leitt veitingastaðinn til mikillar velgengni með tveimur Michelin-stjörnum, þrátt fyrir að staðurinn hafi einungis verið opinn í nokkra mánuði. Hann var áður yfirmatreiðslumaður á hinum víðfræga Koks, sem náði frábærum árangri bæði í Færeyjum og í Grænlandi.
Matseðillinn sem þeir Gunnar Karl og Poul Andrias skapa mun aðeins fást þessi tvö kvöld. Hann byggður á einkennisréttum hvors þeirra um sig en einnig nýjum réttum sem sækja innblástur í heimahagana.
Einungis verður pláss fyrir 30 gesti hvort kvöld. Ógleymanleg upplifun fyrir sælkera sem leita að Michelin töfrum.
Staðsetning: Paz, Doktara Jakobsensgøta 14
Borðapantanir: paz.fo
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park










