Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gunnar Karl og Poul Andrias leiða Michelin veislu í Færeyjum

Birting:

þann

Gunnar Karl og Poul Andrias leiða Michelin veislu í Færeyjum

Poul Andrias og Gunnar Karl

Á Paz í Færeyjum, tveggja stjörnu Michelin-veitingastað, verður í september boðið upp á sjaldséðan viðburð þar sem tveir af fremstu kokkum Norðurlanda sameina krafta sína.

Poul Andrias Ziska hefur boðið íslenska matreiðslumanninum Gunnari Karli Gíslasyni í einstakt samstarf þar sem þeir munu skapa 14 rétta matseðil sem verður aðeins í boði tvö kvöld, þann 5. og 6. september, á Paz í Þórshöfn.

Dill Restaurant

Gunnar Karl er eigandi og yfirmatreiðslumaður á Dill í Reykjavík, fyrsta íslenska veitingastaðnum til að hljóta Michelin-stjörnu. Dill hefur einnig hlotið hið græna laufið eftirsóknarverða fyrir að stuðla að sjálfbærni á veitingastað sínum. Gunnar Karl hefur mótað og þróað nútíma íslenska matargerð og er víða talinn brautryðjandi í veitingageiranum hér á landi.

Poul Andrias Ziska, eigandi og yfirmatreiðslumaður Paz, hefur á stuttum tíma leitt veitingastaðinn til mikillar velgengni með tveimur Michelin-stjörnum, þrátt fyrir að staðurinn hafi einungis verið opinn í nokkra mánuði. Hann var áður yfirmatreiðslumaður á hinum víðfræga Koks, sem náði frábærum árangri bæði í Færeyjum og í Grænlandi.

Matseðillinn sem þeir Gunnar Karl og Poul Andrias skapa mun aðeins fást þessi tvö kvöld. Hann byggður á einkennisréttum hvors þeirra um sig en einnig nýjum réttum sem sækja innblástur í heimahagana.

Dill Restaurant

Einungis verður pláss fyrir 30 gesti hvort kvöld.  Ógleymanleg upplifun fyrir sælkera sem leita að Michelin töfrum.

Staðsetning: Paz, Doktara Jakobsensgøta 14
Borðapantanir: paz.fo

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið