Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Gunnar Karl kynnir íslenska menningu í matarlist í New York

Birting:

þann

Gunnar karl & Mads Refslund í New York 2013

Gunnar útskýrir matseðilinn í New York

Gunnar útskýrir matseðilinn á veitingastaðnum ACME í New York

Uppákoman „A Taste of Iceland in New York 2013“ eða upplifðu íslenska menningu sem hófst í gær og stendur til 6. október næstkomandi í New York, þar sem íbúum er kynnt fyrir íslenskri menningu í matarlist og tónlist.

Gunnar Karl Gíslason veitingamaður á Dill og Kex hostel tekur höndum saman með Mads Refslund á veitingastaðnum ACME, en Mads er einn af þeim sem stofnuðu Noma í Kaupmannahöfn.

Í dag buðu þeir félagar upp á 4 rétta hádegisverð, sem kostaði 80$ og á Sunnudaqginn 6. október er boðið upp á 8 rétta kvöldverð sem kostar 160$.

Einnig eru tónlistarmennirnir með tónleika á laugardagskvöld, sem byrjar  klukkan 05:30 og þeir sem koma fram eru Sykur, Snorri Helgason og Lára Rúnars.

Vonum við á veitingageirinn að geta sýnt ykkur myndir frá þessum uppákomum, síðar.

Þess má geta að þessi hátíð er partur af stærri uppákomu þar sem norðurlöndin eru kynnt.

 

Myndir: af instagram síðu @icelandnatural

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið