Vertu memm

Markaðurinn

Gulróta-, epla- og engifersúpa með kjúklingabaunum

Birting:

þann

Gulrótarsúpa

Gulróta-, epla- og engifersúpa með kjúklingabaunum

Innihald:

1 laukur, skorinn í tvennt

2 hvítlauksrif

4 cm ferskt engifer

50 g smjör

smá turmerik duft eða t.d. chimichurri

4-5 gulrætur

1-2 epli

600 g vatn

1 msk grænmetiskraftur

2 msk tómatpúrra

400 g kjúklingabaunir (1 dós)

Smá ólífuolía

Smá salt og pipar

200 g rjómi

Sjá einnig: Magnaðir notkunarmöguleikar Thermomix

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200°C.

2. Setjið lauk, hvítlauk og engifer í blöndunarskálina og saxið 3 sek/hraði 7.

3. Setjið smjörið út í og steikið 3 mín/Varoma/hraði 1.

4. Bætið við turmerik dufti/kryddi og gulrótunum og saxið 5 sek/hraði 5. Skafið niður hliðar skálarinnar og steikið 5 mín/Varoma/hraði 1.

5. Bætið eplinu (eitt stórt eða tvö lítið) út í og saxið 5 sek/hraði 5. Skafið niður hliðar skálarinnar.

6. Bætið við vatni, grænmetiskrafti, tómatpúrru og eldið 25 mín/100°C/hraði 1.

7. Sigtið kjúklingabaunirnar og skolið þær. Setjið þær á bökunarplötu klædda bökunarpappír, veltið upp úr ólífuolíunni og kryddið með salt og pipar. Bakið í 20 mín (200°C).

8. Bætið við rjóma í súpuna og blandið 1 mín/hraði 4-8, aukið hraðann rólega.

9. Setjið í súpuskálar (6-8) og skiptið kjúklingabaununum jafnt í skálarnar áður en súpan er borin fram.

Thermomix uppskrift.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið