Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir

Birting:

þann

Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti - Norræna nemakeppnin 2025 - Silvia Louise Einarsdóttir, Tristan Tómasson Manoury, Sindri Hrafn Rúnarsson, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir, Finnur Gauti Vilhelmsson og Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson

Tristan Tómasson Manoury, Silvia Louise Einarsdóttir og þjálfarinn Finnur Gauti Vilhelmsson fögnuðu sigrinum vel og innilega

Norrænu nemakeppninni í matreiðslu og framreiðslu er nú nýlokið, og stóðu íslensku keppendurnir sig með prýði. Það voru framreiðslunemar Íslands sem sigruðu keppnina að þessu sinni og halda heim á leið með gullverðlaunin í farteskinu. Keppnin fór fram í verkmenntaskólanum College 360 í Silkiborg í Danmörku.

Sjá einnig: Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg

Keppendur Íslands í ár voru:

Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti - Norræna nemakeppnin 2025 - Silvia Louise Einarsdóttir, Tristan Tómasson Manoury, Sindri Hrafn Rúnarsson, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir, Finnur Gauti Vilhelmsson og Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson

Framreiðsla:

Silvia Louise Einarsdóttir frá veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu
Tristan Tómasson Manoury frá Íslenska Matarkjallaranum

Matreiðsla:

Sindri Hrafn Rúnarsson frá veitingastaðnum Monkeys
Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir frá Grand Hótel

Þjálfari framreiðslunemanna var Finnur Gauti Vilhelmsson, en matreiðslunemarnir nutu leiðsagnar Jakobs Zarioh Sifjarsonar Baldvinssonar.

Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:

Framreiðsla:
Gull – Ísland
Silfur – Danmörk
Brons – Noregur

Matreiðsla:
Gull – Noregur
Silfur – Danmörk
Brons – Svíþjóð

Þema keppninnar í ár var „sjálfbærni“, og hlaut lið Svíþjóðar sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu á því sviði.

Myndir: aðsendar

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið