Nemendur & nemakeppni
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir

Tristan Tómasson Manoury, Silvia Louise Einarsdóttir og þjálfarinn Finnur Gauti Vilhelmsson fögnuðu sigrinum vel og innilega
Norrænu nemakeppninni í matreiðslu og framreiðslu er nú nýlokið, og stóðu íslensku keppendurnir sig með prýði. Það voru framreiðslunemar Íslands sem sigruðu keppnina að þessu sinni og halda heim á leið með gullverðlaunin í farteskinu. Keppnin fór fram í verkmenntaskólanum College 360 í Silkiborg í Danmörku.
Sjá einnig: Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
Keppendur Íslands í ár voru:
Framreiðsla:
Silvia Louise Einarsdóttir frá veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu
Tristan Tómasson Manoury frá Íslenska Matarkjallaranum
Matreiðsla:
Sindri Hrafn Rúnarsson frá veitingastaðnum Monkeys
Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir frá Grand Hótel
Þjálfari framreiðslunemanna var Finnur Gauti Vilhelmsson, en matreiðslunemarnir nutu leiðsagnar Jakobs Zarioh Sifjarsonar Baldvinssonar.
Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:
Framreiðsla:
Gull – Ísland
Silfur – Danmörk
Brons – Noregur
Matreiðsla:
Gull – Noregur
Silfur – Danmörk
Brons – Svíþjóð
Þema keppninnar í ár var „sjálfbærni“, og hlaut lið Svíþjóðar sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu á því sviði.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
















