Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugli
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið hefur í öryggisskyni ákveðið að innkalla inn lotuna og sent frá sér fréttatilkynningu.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá fyrirtækinu og lét heilbrigðiseftirlitið vita.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
Lotunúmer: 011-21-28-2-28 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, marineraðarkjúklingabringur), pökkunardagur 16.08.2021 – 19.08.2021
Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kassinn,Extra, Netto netverslun.
Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðin að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls í Mosfellsbæ.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum