Frétt
Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf.

Tekið skal fram að ef leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er hann hættulaus til neyslu.
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. með lotunúmerinu 215-19-43-1-06 vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið vinnur nú að innköllun úr verslunum og frá neytendum.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Ali, Bónus, Krónan, FK
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 215-19-43-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) með pökkunardag 25.11, 26.11 og 27.11
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, KR verslanir, Iceland verslanir, Fjarðarkaup, Nóatún, Hlíðarkaup
Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu lotunúmeri eru beðnir að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar fást hjá Matfugli ehf í síma: 412-1400.
Tekið skal fram að ef leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn er steiktur í gegn þá er hann hættulaus til neyslu. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?