Smári Valtýr Sæbjörnsson
Grímur opnar Tvo vita í Noregi
„Ég er líklega eini handa- og fótalausi veitingamaðurinn í Noregi,“
segir Grímur Th. Vilhelmsson í samtali við norska dagblaðið Glåmdalen AS, en það er Dv.is sem vekur athygli á viðtalinu.
Tilefnið er opnun nýs veitingastaðar Gríms í Skarnes, sem er skammt frá Kongsvinger. Veitingastaðurinn ber heitið Tveir vitar sem er sama vörumerki og veitingastaður sem Grímur rak við Garðskagavita. Sá rekstur endaði með skelfingu.
DV fjallaði ítarlega um svik vegna launa starfsmanna og aðrar vanefndir sem urðu til þess að verkalýðsfélag í Reykjanesbæ fór fram á persónuleg gjaldþrotaskipti á búi Gríms. Það gekk í gegn í byrjun ársins og varð til þess að Grímur flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs. Fjölmargir sátu eftir með sárt ennið eftir svikin en eftir dúk og disk greiddi ábyrgðarsjóður launa vangoldin laun til um tugar starfsmanna.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á á heimasíðu dv.is með því að smella hér.
Tveir Vitar er staðsettur bænum Skarnes í Noregi í gistiheimilinu Slobrua Gjestegård og býður upp á steikur, sjávarrétti, kokteila ofl. Hægt er að skoða heimasíðu staðarins á vefslóðinni www.tveir-vitar.com.
Hér er hægt að skoða Slobrua Gjestegård og umhverfið á Google götukortinu:
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi