Uppskriftir
Grillaðar Nautalundir að Mexikóskum hætti
800 gr Nautalundir (fjórar 200 gr steikur, skorið skáhalt í langar steikur)
1 meðal Zukkini
1 Rauð Paprika
4 þykkar Lauksneiðar (bufflaukur)
4 Stórar kartöflur
200 gr Lárperumauk
300 ml Salsasósa
200 ml Sýrður Rjómi
Kryddolía:
2 stykki rauður Chilipipar (ferskur)
200 ml Ólífuolía
Sett saman í blender eða matvinnsluvél
Svartur pipar úr kvörn
Salt
Aðferð:
Berjið kjötið örlítið flatt með buffhamri og penslið með chiliolíunni. Skerið Zukkini, papriku í langar sneiðar og leggið á fat. Penslið með olíu. Skerið laukinn og kartöflurnar í þykkar sneiðar og penslið með olíu.
Grillið kartöflurnar á snarpheitu grillinu fyrst því þær taka lengstan tíma. Setjið síðan kjötið á grillið, kryddið og penslið stöðugt með chiliolíunni á meðan steikurnar grillast. Eldunartími fer eftir smekk manna. Grillið grænmetið um leið og kjötið.
Framreiðið með góðu salati, salsasósu, lárperumauki, sýrðum rjóma og tortillu bökum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






