Uppskriftir
Grillaðar Nautalundir að Mexikóskum hætti
800 gr Nautalundir (fjórar 200 gr steikur, skorið skáhalt í langar steikur)
1 meðal Zukkini
1 Rauð Paprika
4 þykkar Lauksneiðar (bufflaukur)
4 Stórar kartöflur
200 gr Lárperumauk
300 ml Salsasósa
200 ml Sýrður Rjómi
Kryddolía:
2 stykki rauður Chilipipar (ferskur)
200 ml Ólífuolía
Sett saman í blender eða matvinnsluvél
Svartur pipar úr kvörn
Salt
Aðferð:
Berjið kjötið örlítið flatt með buffhamri og penslið með chiliolíunni. Skerið Zukkini, papriku í langar sneiðar og leggið á fat. Penslið með olíu. Skerið laukinn og kartöflurnar í þykkar sneiðar og penslið með olíu.
Grillið kartöflurnar á snarpheitu grillinu fyrst því þær taka lengstan tíma. Setjið síðan kjötið á grillið, kryddið og penslið stöðugt með chiliolíunni á meðan steikurnar grillast. Eldunartími fer eftir smekk manna. Grillið grænmetið um leið og kjötið.
Framreiðið með góðu salati, salsasósu, lárperumauki, sýrðum rjóma og tortillu bökum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars