Uppskriftir
Grillaðar Nautalundir að Mexikóskum hætti
800 gr Nautalundir (fjórar 200 gr steikur, skorið skáhalt í langar steikur)
1 meðal Zukkini
1 Rauð Paprika
4 þykkar Lauksneiðar (bufflaukur)
4 Stórar kartöflur
200 gr Lárperumauk
300 ml Salsasósa
200 ml Sýrður Rjómi
Kryddolía:
2 stykki rauður Chilipipar (ferskur)
200 ml Ólífuolía
Sett saman í blender eða matvinnsluvél
Svartur pipar úr kvörn
Salt
Aðferð:
Berjið kjötið örlítið flatt með buffhamri og penslið með chiliolíunni. Skerið Zukkini, papriku í langar sneiðar og leggið á fat. Penslið með olíu. Skerið laukinn og kartöflurnar í þykkar sneiðar og penslið með olíu.
Grillið kartöflurnar á snarpheitu grillinu fyrst því þær taka lengstan tíma. Setjið síðan kjötið á grillið, kryddið og penslið stöðugt með chiliolíunni á meðan steikurnar grillast. Eldunartími fer eftir smekk manna. Grillið grænmetið um leið og kjötið.
Framreiðið með góðu salati, salsasósu, lárperumauki, sýrðum rjóma og tortillu bökum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis






