Uppskriftir
Grillað ferskjusalat
Fyrir 4
4 stk ferskjur
2 stórir rauðlaukar
1 askja litlir tómatar
1 dós litlar mozzarella kúlur
Basilikku lauf
Salt og pipar
Olivuolía
Aðferð:
Skerið ferskjurnar í báta ásamt rauðlauknum. Þræðið tómatana á spjót. Penslið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið á heitu grilli þar til fallegar grillrendur myndast. Setjið á disk sem þið ætlið að bera salatið fram í og raðið mozzarella og basil ofan á. Hellið smá olívuolíu yfir í lokin.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars