Keppni
Grétar stefnir á heimsmeistaratitil í Madeira
Heimsmeistaramót Barþjóna (WCC) 2024 fer fram í Madeira 31. október til 3. nóvember í Funchal, höfuðborg eyjunnar, þar sem Íslandsmeistarinn Grétar Matthíasson mun keppa fyrir hönd Ísland. Grétar er lærður framreiðslu-, matreiðslumaður og starfar nú hjá Blik Bistro í Mosfellsbæ.
Mótið fer fram á Savoy Palace hótelinu, þar sem barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum keppa.
Grétar keppir í Sparkling flokkinum með drykkinn Volvoinn.
„Já mikill undirbúningur og stífar æfingar og smakk með gömlum meisturum“
Sagði Grétar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um undirbúninginn fyrir mótið.
Volvoinn – Uppskrift
2.cl heimagert síróp með yuzu og kryddum
1,5 elderflower líkjör
0.5 roku gin
1,5 grand marnier
4.cl mandarínusafi
Freyðivín
Stefnir á heimsmeistaratitil
„Fyrst er það að komast í 15 manna úrslit eins og fyrra og svo í 3 manna úrslit og sjálfsögðu vinna“
Sagði grétar að lokum.
Sjá einnig: Ísland komst áfram í heimsmeistaramóti barþjóna
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin