Keppni
Grétar stefnir á heimsmeistaratitil í Madeira
Heimsmeistaramót Barþjóna (WCC) 2024 fer fram í Madeira 31. október til 3. nóvember í Funchal, höfuðborg eyjunnar, þar sem Íslandsmeistarinn Grétar Matthíasson mun keppa fyrir hönd Ísland. Grétar er lærður framreiðslu-, matreiðslumaður og starfar nú hjá Blik Bistro í Mosfellsbæ.
Mótið fer fram á Savoy Palace hótelinu, þar sem barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum keppa.
Grétar keppir í Sparkling flokkinum með drykkinn Volvoinn.
„Já mikill undirbúningur og stífar æfingar og smakk með gömlum meisturum“
Sagði Grétar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um undirbúninginn fyrir mótið.
Volvoinn – Uppskrift
2.cl heimagert síróp með yuzu og kryddum
1,5 elderflower líkjör
0.5 roku gin
1,5 grand marnier
4.cl mandarínusafi
Freyðivín
Stefnir á heimsmeistaratitil
„Fyrst er það að komast í 15 manna úrslit eins og fyrra og svo í 3 manna úrslit og sjálfsögðu vinna“
Sagði grétar að lokum.
Sjá einnig: Ísland komst áfram í heimsmeistaramóti barþjóna
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Myndir úr útgáfupartý bókarinnar: Þetta verður veisla eftir landsliðskokkinn Gabríel Kristinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Undirbúningur fyrir STÓRELDHÚSIÐ 2024 er hafinn
-
Frétt4 dagar síðan
Vegna E. coli í matvælum – Meðhöndlun á réttum úr hökkuðu kjöti gildir allt annað
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Leó keppir í Red Hands í London
-
Uppskriftir20 klukkustundir síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Sjáumst á Stóreldhúsasýningunni