Keppni
Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna
Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.
Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).
Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.
Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:
- sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
- sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
- sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”
Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:
- Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
- Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin
Dómnefnd:
- Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
- Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
- Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
- Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
- Alba E. Hough – Vínsérfræðingur
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Myndir væntanlegar

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri