Vín, drykkir og keppni
Gregory Buda á Daisy! Fyrirlestur og kokteilakvöld með einum fremsta barþjóni heims
Miðvikudaginn 12. nóvember verður stórviðburður á Daisy þegar hinn margverðlaunaði kokteilsérfræðingur Gregory Buda frá BisouBisou í Montréal stígur á svið. Klukkan 14:00 heldur hann fyrirlestur undir heitinu „Cocktail Menu Development from A–Z“, þar sem hann leiðir gesti í gegnum allt ferlið við gerð kokteilseðla, frá hugmynd að framkvæmd.
Síðar um kvöldið, frá klukkan 20:00, fer Gregory sjálfur á bak við barinn og býður upp á sérhannaðan seðil með fimm eftirminnilegum kokteilum, þar sem leikgleði, fagmennska og bragðsköpun mætast í einni sprengju.
Gregory Buda er meðeigandi og yfirbarþjónn kokteil- og apéritif-barsins BisouBisou í Montréal í Kanada, sem skipar 75. sæti á listanum North America’s 50 Best Bars. Hann er þekktur fyrir nákvæmni, skapandi hugsun og kennslustíl sem hefur hvatt barþjóna um allan heim til að efla handverk sitt og lyfta faginu á hærra stig.
Þeir sem hafa áhuga á að dýpka þekkingu sína á kokteilagerð ættu ekki að láta þennan fyrirlestur fram hjá sér fara. Og þeir sem vilja einfaldlega njóta einstakra drykkja og sjá sannkallaðan meistara að verki eru hvattir til að kíkja á Daisy um kvöldið, þar sem lofað er frábærri stemningu, skapandi kokteilum og fagmennsku á heimsmælikvarða.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






