Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Greggs opnar sinn fyrsta pöbb

Birting:

þann

Greggs opnar sinn fyrsta pöbb

Breska bakaríkeðjan Greggs, sem lengi hefur verið samofin breskum hversdagsmatarboðum með steikabökum, pylsurúllum og öðru handhægum götubita, hefur nú stigið óvænt skref inn í veitingamenningu landsins. Fyrirtækið hefur opnað sinn fyrsta bar, The Golden Flake Tavern.

Pöbbinn er staðsettur í Fenwick-verslunarmiðstöðinni í Newcastle og verður aðeins starfræktur í fimm mánuði. Þar er klassísk pöbba uppsetning, með barstólum, leðursófum og sætum fyrir 90 gesti.

Sölusíða veitingageirans - Atvinnu - Atvinna - Vefborði

Á seðlinum eru um fimmtán réttir sem allir vísa beint í helstu vörur keðjunnar. Þar má nefna Steak Bake Mixed Grill með frönskum og sveppum, Chicken Bake Parmo með ostasósu og pylsurúllu með kartöflumús og laukssósu. Um helgar verður boðið upp á svonefnt Greggs Carvery þar sem bökurnar fá að njóta sín með hefðbundnum sunnudagsmeðlæti.

Greggs opnar sinn fyrsta pöbb

Sérbjórar og kokteilar

Drykkjaseðillinn sameinar nýsköpun og skemmtilega leikni. Í samstarfi við Full Circle Brew Co í Newcastle hafa verið bruggaðir tveir sérbjórar, Pink Jammie Pale Ale og Gosforth 1939 Stottie Lager.

Þar að auki eru á seðlinum kokteilar sem bera augljósa skírskotun í vinsælar vörur Greggs, svo sem Pink Jammie Fizz og Spiced Caramel Doughnut Old Fashioned.

Greggs opnar sinn fyrsta pöbb

Tímabundið ævintýri

Pöbbinn verður opinn daglega frá kl. 11 til 19 og er reksturinn fyrirhugaður fram yfir nýár. Í tilkynningu frá Greggs kemur fram að hér er um sérstakt markaðsverkefni að ræða, fremur en nýja stefnu í rekstri. The Golden Flake Tavern er þó nýjasta dæmið um óvenjuleg samstarfsverkefni Greggs og Fenwick, sem áður hafa staðið að Bistro-tilraun árið 2023 og kampavínsbar síðustu jól.

Með þessum nýja pöbb vill Greggs bjóða viðskiptavinum upplifun þar sem pöbb menning Bretlands er fléttuð saman við kunnuglegan brag bakarísins, óvæntur en sannarlega eftirminnilegur samruni.

Myndir: facebook / Greggs

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið