Frétt
Graflax innkallaður vegna listeríu
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á Úrvals graflaxi frá Eðalfiski ehf. vegna listeríu sem fannst í vörum með síðasta notkunardegi á tímabilinu 13.3.2022-11.4.2022. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar í varúðarskyni af markaði og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Úrvals grafnar sneiðar, Úrvals grafinn lax (bitar), Úrvals grafinn lax (flök)
- Framleiðandi: Eðalfiskur ehf, Vallarási 7-9, 310 Borgarnesi
- Lotunúmer: IB22038041046, IB22038041049 og IB22038042048
- Siðasti notkunardagur: 13.3.2022-11.4.2022
- Dreifing: Verslanir Krónunnar, Fjarðarkaup og í Kolaportinu.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og nánari upplýsingar eru veittar af fyrirtækinu í síma 437-1680 og í tölvupóstfanginu [email protected].
Nánari upplýsingar um listeríu hér.
Myndir: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss