Keppni
Götugrillmeistarinn 2016 – Leitin er hafin af fagmanninum
Á Kótelettu hátíðinni „BBQ Festival“ sem haldin verður í 7. sinn á Selfossi í sumar 10. – 12. júní næstkomandi þá fer fram keppnin um titilinn „Götugrillmeistarinn 2016“ og er þetta í 3ja skiptið sem keppnin fer fram á hátíðinni.
Í ár verður smá breyting á keppninni, en keppt verður i 2 riðlum, þ.e. áhugamenn og svo fagaðilar, að öðru leiti verður fyrirkomulagið eins og undanfarin ár grilla íslenskan mat á sjóðheitum kolagrillum á 30 mínútum þar sem einfaldleikinn, bragðið og almennur léttleiki skiptir máli.

Dómarar að störfum í keppninni í fyrra – Götugrillmeistarinn 2015.
F.v. Svavar Halldórsson og Jói Fel
Skráning er hafin inn á heimasíðunni www.kotelettan.is, einnig er hægt að senda inn ábendingar á [email protected].
Vegleg verðlaun verða veitt sigurvegurum beggja flokka m.a. glæsilegt grill frá Weber, grillmatarkörfu frá Kjarnafæði, öryggispakka frá Securitas en allir keppendur fá þátttökuverðlaun.
Keppnin er haldin i samstarfi við Götugrill Securitas, Weber á Íslandi og Kjarnafæði.
Skráning er hafin: [email protected]
Nánari upplýsingar um keppnina og reglur má finna á www.kotelettan.is
Meðfylgjandi myndir eru frá BBQ hátíðinni í fyrra.
Fleiri myndir:
SKB Styrktarlettur – myndir af fyrstu árlegu styrktarsölu SKB ( Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna ) og Golfklúbbssins Tudda á grilluðum kótelettum og safnaðist um 600 þús. Styrktarlettur verður endurtekið í ár.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir










