Keppni
Götugrillmeistarinn 2016 – Leitin er hafin af fagmanninum
Á Kótelettu hátíðinni „BBQ Festival“ sem haldin verður í 7. sinn á Selfossi í sumar 10. – 12. júní næstkomandi þá fer fram keppnin um titilinn „Götugrillmeistarinn 2016“ og er þetta í 3ja skiptið sem keppnin fer fram á hátíðinni.
Í ár verður smá breyting á keppninni, en keppt verður i 2 riðlum, þ.e. áhugamenn og svo fagaðilar, að öðru leiti verður fyrirkomulagið eins og undanfarin ár grilla íslenskan mat á sjóðheitum kolagrillum á 30 mínútum þar sem einfaldleikinn, bragðið og almennur léttleiki skiptir máli.

Dómarar að störfum í keppninni í fyrra – Götugrillmeistarinn 2015.
F.v. Svavar Halldórsson og Jói Fel
Skráning er hafin inn á heimasíðunni www.kotelettan.is, einnig er hægt að senda inn ábendingar á [email protected].
Vegleg verðlaun verða veitt sigurvegurum beggja flokka m.a. glæsilegt grill frá Weber, grillmatarkörfu frá Kjarnafæði, öryggispakka frá Securitas en allir keppendur fá þátttökuverðlaun.
Keppnin er haldin i samstarfi við Götugrill Securitas, Weber á Íslandi og Kjarnafæði.
Skráning er hafin: [email protected]
Nánari upplýsingar um keppnina og reglur má finna á www.kotelettan.is
Meðfylgjandi myndir eru frá BBQ hátíðinni í fyrra.
Fleiri myndir:
SKB Styrktarlettur – myndir af fyrstu árlegu styrktarsölu SKB ( Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna ) og Golfklúbbssins Tudda á grilluðum kótelettum og safnaðist um 600 þús. Styrktarlettur verður endurtekið í ár.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










