Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Götubitinn – Reykjavík Street Food opnar „pop up“ veitingastað í haust

Birting:

þann

Götubitinn – Reykjavík Street Food - Logo

Götubitinn – Reykjavík Street Food mun opna sinn fyrsta „pop up“ veitingastað í haust.

Veitingastaðurinn verður staðsettur á Klapparstíg 30 þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Þar muna koma fram 2-3 mismunandi söluaðilar hverju sinni og taka yfir eldhúsið og kynna nýjungar í matargerð í anda götubita (street food).

Í fréttatilkynningu segir að hugmyndin er að alltaf verður eitthvað nýtt og spennandi í hverri viku.

Húsnæðinu verður lítið breytt enda allt til alls og er hugmyndin að búa til fínni útgáfu af götubita stemmingu án þess þó að tapa sjarmanum sem götubiti hefur uppá að bjóða. Einnig verður starfræktur pop up bar og verða allskyns viðburðir í gangi samhliða.

Til að byrja með verður aðeins opið frá fimmtudögum til laugardaga. Að auki þá mun Reykjavik Street Food halda reglulega viðburði í Hjartagarðinum og reyna endurlífga þetta annars skemmtilega svæði í samstarfi við aðra rekstraraðila á svæðinu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu „pop up“ ævintýri eða vilja nánari upplýsingar geta haft samband í tölvupósti – [email protected].

Þetta er einstakt tækifæri fyrir matsöluaðila sem vilja prófa ný „concept“ eða vilja prófa sig áfram í spennandi matargerð áður en farið er í miklar fjárfestingar sem fylgja því að opna sinn eigin veitingarstað.

Þeir aðilar sem hafa staðfest þátttöku í þessu verkefni nú þegar eru Silli Kokkur og Vængjavagninn (Just Wingin It)

Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020

Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020

Vængjavagninn hafnaði í öðru sæti í keppninni Besti götubitinn 2020

Vængjavagninn hafnaði í öðru sæti í keppninni Besti götubitinn 2020

Þess má geta að Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020 og hafnaði Vængjavagninn í öðru sæti.

Sjá einnig:

Silli kokkur sigraði í Besti Götubitinn 2020 – Kjósið um Götubita fólksins hér

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið