Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíðin haldin 22. – 23. júlí – Keppt um titilinn Besti Götubiti Íslands 2023
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2023: European Street Food Awards verður haldin um helgina 22. – 23. júlí í Hljómskálagarðinum. Á hátíðinni verður að finna gríðarlega fjölbreytt úrval af mat frá hinum ýmsu heimshornum en á hátíðinni verða hátt í 30 söluaðilar.
Einnig verða á svæðinu ýmis leiktæki og hoppukastlar, plötusnúðar og svo keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2023“. Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin í Þýskalandi í haust.
Dómnefnd í keppninni um besta götubitan á Íslandi er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn landsins: Hrefna Sætran frá Grillmarkaðnum, Eyþór Mar frá Public House, Jakob frá Jómfrúnni og Davíð Örn frá Skreið Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2023, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn. Það verður svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2023, en um það verður kosið rafrænt í gegnum Facebook síðu Götubitans.
Þess má geta að Silli Kokkur bar sigur úr býtum í fyrra, og keppti fyrir Íslands hönd á European Street Food Awards og vann í flokkum „Besti hamborginn í Evrópu“ og lenti í öðru sæti sem „Besti Götubitinn í Evrópu og „Götubiti Fólksins“
Opnunartími er:
Laugardagur 22 júlí: 12.00 – 20.00 og sunnudagur 23 júlí: 13.00 – 18.00
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






