Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíðin haldin 22. – 23. júlí – Keppt um titilinn Besti Götubiti Íslands 2023
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2023: European Street Food Awards verður haldin um helgina 22. – 23. júlí í Hljómskálagarðinum. Á hátíðinni verður að finna gríðarlega fjölbreytt úrval af mat frá hinum ýmsu heimshornum en á hátíðinni verða hátt í 30 söluaðilar.
Einnig verða á svæðinu ýmis leiktæki og hoppukastlar, plötusnúðar og svo keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2023“. Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin í Þýskalandi í haust.
Dómnefnd í keppninni um besta götubitan á Íslandi er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn landsins: Hrefna Sætran frá Grillmarkaðnum, Eyþór Mar frá Public House, Jakob frá Jómfrúnni og Davíð Örn frá Skreið Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2023, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn. Það verður svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2023, en um það verður kosið rafrænt í gegnum Facebook síðu Götubitans.
Þess má geta að Silli Kokkur bar sigur úr býtum í fyrra, og keppti fyrir Íslands hönd á European Street Food Awards og vann í flokkum „Besti hamborginn í Evrópu“ og lenti í öðru sæti sem „Besti Götubitinn í Evrópu og „Götubiti Fólksins“
Opnunartími er:
Laugardagur 22 júlí: 12.00 – 20.00 og sunnudagur 23 júlí: 13.00 – 18.00

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband