Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Götubitahátíðin haldin 22. – 23. júlí – Keppt um titilinn Besti Götubiti Íslands 2023

Birting:

þann

Götubitahátíðin haldin 22. - 23. júlí - Keppt um titilinn Besti Götubiti Íslands 2023

Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2023: European Street Food Awards verður haldin um helgina 22. – 23. júlí í Hljómskálagarðinum. Á hátíðinni verður að finna gríðarlega fjölbreytt úrval af mat frá hinum ýmsu heimshornum en á hátíðinni verða hátt í 30 söluaðilar.

Einnig verða á svæðinu ýmis leiktæki og hoppukastlar, plötusnúðar og svo keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2023“.  Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin í Þýskalandi í haust.

Dómnefnd í keppninni um besta götubitan á Íslandi er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn landsins: Hrefna Sætran frá Grillmarkaðnum, Eyþór Mar frá Public House, Jakob frá Jómfrúnni og Davíð Örn frá Skreið  Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2023, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn. Það verður svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2023, en um það verður kosið rafrænt í gegnum Facebook síðu Götubitans.

Þess má geta að Silli Kokkur bar sigur úr býtum í fyrra, og keppti fyrir Íslands hönd á European Street Food Awards og vann í flokkum „Besti hamborginn í Evrópu“ og lenti í öðru sæti sem „Besti Götubitinn í Evrópu og „Götubiti Fólksins“

Opnunartími er:
Laugardagur 22 júlí: 12.00 – 20.00 og sunnudagur 23 júlí: 13.00 – 18.00

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið