Viðtöl, örfréttir & frumraun
Götubitahátíðin haldin 22. – 23. júlí – Keppt um titilinn Besti Götubiti Íslands 2023
Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíð 2023: European Street Food Awards verður haldin um helgina 22. – 23. júlí í Hljómskálagarðinum. Á hátíðinni verður að finna gríðarlega fjölbreytt úrval af mat frá hinum ýmsu heimshornum en á hátíðinni verða hátt í 30 söluaðilar.
Einnig verða á svæðinu ýmis leiktæki og hoppukastlar, plötusnúðar og svo keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2023“. Keppt verður í hinum ýmsu flokkum en sigurvegari keppninnar hér heima mun svo keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards sem verður haldin í Þýskalandi í haust.
Dómnefnd í keppninni um besta götubitan á Íslandi er ekki að verri endanum en hana skipa reyndustu veitingamenn landsins: Hrefna Sætran frá Grillmarkaðnum, Eyþór Mar frá Public House, Jakob frá Jómfrúnni og Davíð Örn frá Skreið Þau munu skera úr um hver verður besti götubit Íslands 2023, besti grænmetis rétturinn og besti smábitinn. Það verður svo í hlut gesta að velja Götubita Fólksins 2023, en um það verður kosið rafrænt í gegnum Facebook síðu Götubitans.
Þess má geta að Silli Kokkur bar sigur úr býtum í fyrra, og keppti fyrir Íslands hönd á European Street Food Awards og vann í flokkum „Besti hamborginn í Evrópu“ og lenti í öðru sæti sem „Besti Götubitinn í Evrópu og „Götubiti Fólksins“
Opnunartími er:
Laugardagur 22 júlí: 12.00 – 20.00 og sunnudagur 23 júlí: 13.00 – 18.00
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita