Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
GOTT opnar í Reykjavík – Bjóða upp á vinsælustu rétti GOTT
Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum, mun senn opna í miðborg Reykjavíkur, nánar tiltekið á nýja Hilton Curio hótelinu í Hafnarstræti að því er fram kemur á mbl.is sem greindi fyrst frá.
Það eru þau hjónin Sigurður Gíslason, fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands og konan hans Berglind Sigmarsdóttir sem eru rekstraraðilar. Þau hafa gefið út matreiðslubækur á Íslandi, Heilsuréttir fjölskyldunnar, Nýir heilsuréttir og Réttirnir okkar og ein þeirra var gefin út í Þýskalandi.
GOTT hefur ávallt boðið upp á góðan og heilsusamlegan mat og til að mynda eru eru allar sósur, soð, súpur, brauð og kökur löguð frá grunni á staðnum.
„Það verða nýjungar, annars verður fyrsti matseðillinn svolítið „best off“ frá því við opnuðum í Eyjum fyrir 5 árum, en mikið af réttum eru orðnir signature“
sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matseðilinn á nýja veitingastaðnum.
Staðurinn mum taka 65 manns í sæti og er áætlað að opna í mars.
- GOTT í Vestamannaeyjum á góðum degi
- Spicy kjúklingavefja með chillí kjúkling, heimagerði guacamole, klettasalati og pikkluðum lauk
- Tortilla með kjúkling
- Ristað súrdeigsbrauð með spíruðum rúgkjörnum með heimagerðu GOTT hummus og GOTT rauðu pestó ásamt avocado
- Sigurður Gíslason
- Ravioli lagað á staðnum
- Hamborgari með reyktri svínasíðu, pikkluðum lauk og aioli. Borinn fram með kartöflusmælki með Dukka kryddblöndu og jógúrtdressingu ásamt salati með fetaosti og tómötum.
- Gulrótarsúpa
- Grænmetispottréttur
Mynd: facebook / GOTT

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift