Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
GOTT opnar í Reykjavík – Bjóða upp á vinsælustu rétti GOTT
Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum, mun senn opna í miðborg Reykjavíkur, nánar tiltekið á nýja Hilton Curio hótelinu í Hafnarstræti að því er fram kemur á mbl.is sem greindi fyrst frá.
Það eru þau hjónin Sigurður Gíslason, fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands og konan hans Berglind Sigmarsdóttir sem eru rekstraraðilar. Þau hafa gefið út matreiðslubækur á Íslandi, Heilsuréttir fjölskyldunnar, Nýir heilsuréttir og Réttirnir okkar og ein þeirra var gefin út í Þýskalandi.
GOTT hefur ávallt boðið upp á góðan og heilsusamlegan mat og til að mynda eru eru allar sósur, soð, súpur, brauð og kökur löguð frá grunni á staðnum.
„Það verða nýjungar, annars verður fyrsti matseðillinn svolítið „best off“ frá því við opnuðum í Eyjum fyrir 5 árum, en mikið af réttum eru orðnir signature“
sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matseðilinn á nýja veitingastaðnum.
Staðurinn mum taka 65 manns í sæti og er áætlað að opna í mars.
- GOTT í Vestamannaeyjum á góðum degi
- Spicy kjúklingavefja með chillí kjúkling, heimagerði guacamole, klettasalati og pikkluðum lauk
- Tortilla með kjúkling
- Ristað súrdeigsbrauð með spíruðum rúgkjörnum með heimagerðu GOTT hummus og GOTT rauðu pestó ásamt avocado
- Sigurður Gíslason
- Ravioli lagað á staðnum
- Hamborgari með reyktri svínasíðu, pikkluðum lauk og aioli. Borinn fram með kartöflusmælki með Dukka kryddblöndu og jógúrtdressingu ásamt salati með fetaosti og tómötum.
- Gulrótarsúpa
- Grænmetispottréttur
Mynd: facebook / GOTT

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps