Starfsmannavelta
GOTT í Reykjavík hættir rekstri
Rekstraraðilar GOTT í Reykjavík hafa ákveðið að loka dyrunum frá og með næstu mánaðamótum. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal borgarbúa en GOTT í Vestmannaeyjum verður áfram opinn, að því er fram kemur á mbl.is.
„Það hefur auðvitað orðið algjör forsendubrestur, við erum staðsett inni á Icelandair Konsúlat hótelinu sem er lokað og verður að minnsta kosti fram á næsta vor.
Það flækir málin töluvert þar sem rekstrarkostnaður okkar eykst umtalsvert við að vera ein með starfsemi í húsinu en það hefur löngum verið stefna GOTT að vera með litla álagningu á mat og drykk.“
segir Klara Óskarsdóttir, rekstrarstjóri GOTT í Reykjavík og einn eigenda í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / GOTT í Reykjavík

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús