Markaðurinn
Góð aðsókn á brýninganámskeið hjá Progastro | Aðeins eru tvö pláss laus á námskeiðinu í kvöld
Progastro hefur undanfarið haldið brýninganámskeið þar sem farið er yfir brýningu á stein. Á námskeiðunum er einnig rætt um og farið í gegnum mismunadi týpur af hnífum, eggi og brýningar aðferðum. Alls hafa verið haldin 5 námskeið og það 6. Verður haldið nú í kvöld, 25. September. Fullt hefur verið á öll námskeið hingað til og aðeins eru tvö pláss laus á námskeiðinu í kvöld.
Eftir námskeiðið í kvöld hafa um 60 manns farið í gegn um námskeiðið, bæði fagmenn og áhugamenn og hefur verið mjög mikil ánægja með þau. Eins og einn komst að orði „ Það er ekkert mál að ná biti í hníf en á námskeiðinu lærði maður að ná biti sem endist mun lengur“.
Kennari á námskeiðinu er Óskar Kettler sem hefur séð um brýningu á hnífum fyrir Progastro og marga af matreiðslumönnum landsins.
Nú er bara að hafa hraðar hendur og tryggja sér síðustu sætin á námskeiðinu í kvöld.
Skráning í síma 540 3550.
Námskeiðið kostar 10.000,-kr og inn í því er brýningarsteinn frá KAI.
Það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna með flugbeitta hnífa.
Meðfylgjandi myndir eru frá brýninganámskeiði Progastro.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona