Markaðurinn
Góð aðsókn á brýninganámskeið hjá Progastro | Aðeins eru tvö pláss laus á námskeiðinu í kvöld
Progastro hefur undanfarið haldið brýninganámskeið þar sem farið er yfir brýningu á stein. Á námskeiðunum er einnig rætt um og farið í gegnum mismunadi týpur af hnífum, eggi og brýningar aðferðum. Alls hafa verið haldin 5 námskeið og það 6. Verður haldið nú í kvöld, 25. September. Fullt hefur verið á öll námskeið hingað til og aðeins eru tvö pláss laus á námskeiðinu í kvöld.
Eftir námskeiðið í kvöld hafa um 60 manns farið í gegn um námskeiðið, bæði fagmenn og áhugamenn og hefur verið mjög mikil ánægja með þau. Eins og einn komst að orði „ Það er ekkert mál að ná biti í hníf en á námskeiðinu lærði maður að ná biti sem endist mun lengur“.
Kennari á námskeiðinu er Óskar Kettler sem hefur séð um brýningu á hnífum fyrir Progastro og marga af matreiðslumönnum landsins.
Nú er bara að hafa hraðar hendur og tryggja sér síðustu sætin á námskeiðinu í kvöld.
Skráning í síma 540 3550.
Námskeiðið kostar 10.000,-kr og inn í því er brýningarsteinn frá KAI.
Það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna með flugbeitta hnífa.
Meðfylgjandi myndir eru frá brýninganámskeiði Progastro.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?