Vertu memm

Keppni

Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu

Birting:

þann

Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu

Dagana 16. til 18. febrúar fer fram undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumanna sem fram fer í Wales 2026. Í undankeppninni sem fer fram á Rimini á Ísland þrjá keppendur:

Hinrik Örn Lárusson er einn af eigenda Lúx veitinga en Hinrik vann keppnina um Kokk ársins 2024, var um árabil í Kokkalandsliðinu ásamt því að keppa og aðstoða í ýmsum keppnum á síðustu árum.  Hann tekur þátt í Global Chefs Challenge, þar sem skylduhráefnin  eru lúða,  kálfahryggvöðvi og kálfalifur.

Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu

Bjarki Snær Þorsteinsson og Hinrik Örn Lárusson

Hinrik til aðstoðar er Andrés Björgvinsson, Lúx veitingar. Andrés vann um síðustu helgi keppnina um Ungkokk íslands og um leið þáttökurétt til í Euroskills sem fram fer í Herning, Danmörku í september. Þeir félagar hafa 2 tíma til að afgreiða tveggja rétta matseðill og hefja keppni kl. 08.00 mánudaginn 17. febrúar.

Bjarki Snær Þorsteinsson, Turninn, 19 hæð, keppir í Global Vegan Chef Challenge, honum til aðstoðar er María Ósk Steinsdóttir, Lúx veitingar. María aðstoðaði Bjarka einnig í Nordic Green Chef  2023.  Bjarki sigraði keppnina um Grænmetiskokk ársins 2024 og er meðlimur í Kokkalandsliðinu.  Þau hafa 2 tíma til að afgreiða tveggja rétta grænkera máltíð og hefja keppni kl. 07:45 sunnudag 16. febrúar.

Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu

Jafet Bergmann Viðarsson

Jafet Bergman Viðarsson, Torfhús Retreat, keppir í Global Junior Chef Challenge en keppnin er fyrir ungkokka að hámarki 25 ára á keppnisdegi.  Jafet er meðlimur í Kokkalandsliðinu og keppti einnig í keppninni Nordic Junior Chef 2024.

Jafet keppir án aðstoðarmanns, en keppnishaldari leggur til uppvaskara honum til aðstoðar.  Jafet hefur eina klukkustund til að reiða fram einn rétt þar sem skyldu hráefnin eru kálfahryggvöðvi og kálfalifur.

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið