Freisting
Glæsileg nálgun á fortíð snúið yfir í nútíð
F.v. – Sveinn Friðfinnsson, Hafþór Sveinsson , Gunnlaugur Hreiðarsson,
Vilhjálmur Axelsson og Stefán Olgeirsson
Mynd: Silfur
Eins og flestir vita þá er Hótel Borg 80 ára í ár og var ákveðið á veitingastaðnum Silfur sem er jú staðsettur í húsinu að minnast þessa tímamóta með að bjóða upp á matseðil sem lýsti því, hvað var á boðstólunum á sjöunda áratugnum og snúa því upp í nútíma búning.
Þeir félagar á Silfri fengu í lið með sér 3 fyrrverandi yfirmatreiðslumeistara þá Svein Friðfinnsson, Gunnlaug Hreiðarsson og Stefán Olgeirsson sem stjórnuðu eldhúsinu á áðurnefndum áratug og hófst vinna við að finna út hvaða hráefni hefðu verið leiðandi í matseðlagerð þá.
|
|
|
Niðurstaðan var Hvítárlax, Skelfiskcoctaill, folaldalund, svínakjöt og omeletta Alaska.
Og úr þessu varð til eftirfarandi matseðill:
Nýbakað brauð með hrærðu smjöri með Chilli og mangóchutney
Forréttur
Lax í gegnum tíðina með eggjaböku, aspas, engifer og sítrónusnjó
Forréttur
Skelfisksælgæti með rjómaostakremi og þúsund eyja sósu
Aðalréttur
Folaldalund með tómatböku,waldorfsalati og sveppagljáa
Aðalréttur
Ostafyllt grísalund með rúsínum, rósakáli, hrásalati og sinnepsgljáa
Eftirréttur
Kyrrfryst hnetu- og karamelluísterta með appelsínulofti og marengs
Og verðið sem sett var á afmælismatseðilinn kr 4950 kr
Ekki er hægt annað en að hrósa þeim Silfurs mönnum fyrir, hvernig þeir nálguðust verkefnið og sýnir mikla fagmennsku og víðsýni að ná og vilja vinna með eldri kynslóð fagmanna og ná þessari frábæru niðurstöðu .
Við hjá Freisting.is áttum þess kost að prufusmakka matseðillinn og vorum við félagarnir sammála að þetta væru skemmtilegar útfærslur á klassík yfir í nútímann og smakkaðist maturinn alveg án aðfinnslu, og enn eitt merkið um að sá hópur ungra matreiðslumanna sem eru að stimpla sig inn í dag lofa bjartri framtíð fyrir veitingastaði á Íslandi.
Eitt skemmtilegt sem Silfurmenn gerðu var að þeir sýndu á vegg yfir barnum slidemyndir af fundum með gömlu cheffunum og þeirra sem nú ráða ríkjum í bland við myndir frá hótelinu og var til þess að milli rétta gleymdi maður klukkunni og áður en maður vissi var næsti réttur kominn á borðið.
Myndirnar tók Matthías Þórarinsson af sinni alkunnu snilld.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?