Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gísli Matt með PopUp á Akureyri
Þann 10. – 11. nóvember næstkomandi verður haldinn viðburður sem enginn ætti að láta sér framhjá fara, en þá mun matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson frá Slippnum í Vestmannaeyjum bjóða upp á PopUp á Bryggjunni á Akureyri, þar sem vinsælustu réttirnir hjá Slippnum verða í boði.
Gestir geta valið tvo matseðla sem innihalda nokkra af vinsælustu réttum Slippsins, annars vegar 10. rétta og einnig 5. rétta. Pétur Jónsson yfirþjónn Bryggjunnar hefur útbúið glæsilega vínpörun fyrir báða seðlana.
Gísli mun einnig vera með kynningu á bókinni sinni „Slippurinn; recepies and stories from Iceland„, sem hefur slegið í gegn víða um heim.
Sigurgeir Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari Bryggjunnar og Gísli kynntust fyrr í sumar þegar þeir voru að elda saman í einkaviðburði fyrir norðan og kviknaði sú hugmynd að þeir myndu elda saman mat frá Slippnum úr hráefni úr nánasta umhverfi við Akureyri í bland við hráefni frá Eyjum.
Breyta Bryggjunni í afslappaðan „fine dining“ veitingastað
Að undanförnu hafa félagarnir Pétur Jónsson yfirþjónn og Sigurgeir Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari verið að breyta Bryggjunni í afslappaðan „fine dining“ veitingastað þar sem að góð þjónusta og gott úrval af kokteilum og víni haldast saman hönd í hönd við matreiðslu þar sem áhersla er lögð á frábært hráefni matreitt með nýstárlegum aðferðum í bland við klassískar aðferðir.
Hægt er að bóka borð í síma 440-6600 eða á Dineout.is.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús