Markaðurinn
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
Það er fátt sem passar betur saman en ostur, döðlur og ristaðar pekanhnetur og þessi hátíðlegi forréttur tikkar í öll boxin. Einfaldur, bragðgóður og fallegur. Já, hann er nefnilega ansi fallegur á veisluborðinu og það skemmir ekki fyrir þegar gesti ber að garði.
Innihald:
1 stk. Dala Camembert
40 g ristaðar pekanhnetur
70 g döðlur
1 dl. fersk steinselja
½ dl. fljótandi hunang
Nokkrar saltstangir
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C. Setjið hneturnar á ofnplötu og ristið í 8-10 mín. Takið plötuna út og kælið.
- Skerið ostinn í 6 hluta eins og þið séuð að skera pítsusneiðar. Takið þá hverja sneið og kljúfið.
- Saxið döðlurnar, hneturnar og steinseljuna smátt. Setjið hunangið á disk.
- Brjótið saltstangirnar í hæfilega lengd og stingið í breiðari endann á ostsneiðunum.
- Dýfið sneiðunum öðru megin í hunangið og passið að það nái að þekja alla sneiðina.
- Dýfið þeim þar næst í hnetublönduna og leggið á disk.
- Berið strax fram.
Nánar á www.gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn







