Vertu memm

Markaðurinn

Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi

Birting:

þann

Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi

Það er fátt sem passar betur saman en ostur, döðlur og ristaðar pekanhnetur og þessi hátíðlegi forréttur tikkar í öll boxin. Einfaldur, bragðgóður og fallegur. Já, hann er nefnilega ansi fallegur á veisluborðinu og það skemmir ekki fyrir þegar gesti ber að garði.

Innihald:

1 stk. Dala Camembert

40 g ristaðar pekanhnetur

70 g döðlur

1 dl. fersk steinselja

½ dl. fljótandi hunang

Nokkrar saltstangir

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C. Setjið hneturnar á ofnplötu og ristið í 8-10 mín. Takið plötuna út og kælið.
  2. Skerið ostinn í 6 hluta eins og þið séuð að skera pítsusneiðar. Takið þá hverja sneið og kljúfið.
  3. Saxið döðlurnar, hneturnar og steinseljuna smátt. Setjið hunangið á disk.
  4. Brjótið saltstangirnar í hæfilega lengd og stingið í breiðari endann á ostsneiðunum.
  5. Dýfið sneiðunum öðru megin í hunangið og passið að það nái að þekja alla sneiðina.
  6. Dýfið þeim þar næst í hnetublönduna og leggið á disk.
  7. Berið strax fram.

Nánar á www.gottimatinn.is

Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið