Vertu memm

Markaðurinn

Girnileg uppskrift: Rækjutaco með fersku meðlæti og límónusósu – létt og sumarlegt

Birting:

þann

Girnileg uppskrift: Rækjutaco með fersku meðlæti og límónusósu - létt og sumarlegt

Fyrir 4

Marineraðar rækjur:

800 g hráar risarækjur

3 msk. brætt smjör

2 kramin hvítlauksrif

½ tsk. karrý

1 msk. saxað kóríander

½ tsk. sjávarsalt

Chilliflögur eftir smekk

Grillteinar

Límónusósa:

1 dós 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn

1 límóna

3 msk. saxað ferskt kóríander

1 tsk. hunang

½ tsk. sjávarsalt

Svartur pipar eftir smekk

2 msk. vatn

Meðlæti:

Avocado

Rauðkál

Grænt salat

Radísur

Ferskt kóríander

Límónur

12 litlar hveiti tortillur

Aðferð:

Marinerið rækjurnar. Blandið öllu saman í marineringuna og leggið afþýddar risarækjur í skál og blandið vel saman. Látið standa á meðan þið útbúið restina af réttinum.

Rífið börkinn af límónunni og kreistið safann úr. Hrærið öllu í sósuna saman og smakkið ykkur til með salti og pipar. Ef ykkur finnst sósan of þykk er gott að þynna hana örlítið með vatni.

Skerið meðlætið niður smátt.

Þræðið rækjurnar upp á grillspjót og grillið á vel heitu grilli. Grillið einnig tortillu kökurnar. Berið fram með meðlætinu, setjið sósuna neðst og raðið svo rækjum og meðlæti ofan á, kreistið límónu yfir.

Nánar á www.gottimatinn.is

Girnileg uppskrift: Rækjutaco með fersku meðlæti og límónusósu - létt og sumarlegt

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið