Markaðurinn
Girnileg uppskrift: Rækjutaco með fersku meðlæti og límónusósu – létt og sumarlegt
Fyrir 4
Marineraðar rækjur:
800 g hráar risarækjur
3 msk. brætt smjör
2 kramin hvítlauksrif
½ tsk. karrý
1 msk. saxað kóríander
½ tsk. sjávarsalt
Chilliflögur eftir smekk
Grillteinar
Límónusósa:
1 dós 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 límóna
3 msk. saxað ferskt kóríander
1 tsk. hunang
½ tsk. sjávarsalt
Svartur pipar eftir smekk
2 msk. vatn
Meðlæti:
Avocado
Rauðkál
Grænt salat
Radísur
Ferskt kóríander
Límónur
12 litlar hveiti tortillur
Aðferð:
Marinerið rækjurnar. Blandið öllu saman í marineringuna og leggið afþýddar risarækjur í skál og blandið vel saman. Látið standa á meðan þið útbúið restina af réttinum.
Rífið börkinn af límónunni og kreistið safann úr. Hrærið öllu í sósuna saman og smakkið ykkur til með salti og pipar. Ef ykkur finnst sósan of þykk er gott að þynna hana örlítið með vatni.
Skerið meðlætið niður smátt.
Þræðið rækjurnar upp á grillspjót og grillið á vel heitu grilli. Grillið einnig tortillu kökurnar. Berið fram með meðlætinu, setjið sósuna neðst og raðið svo rækjum og meðlæti ofan á, kreistið límónu yfir.
Nánar á www.gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







